Körfubolti

Jón Arnór yfirgefur Njarðvík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Arnór Sverrisson hefur óskað eftir því að losna undan samningi sínum við Njarðvík. Þetta kemur fram á vef félagsins í dag

„Ástæða þess að Jón vill lausnar samnings er sú að hann vill fá fleiri tækifæri og stærra hlutverk á vellinum að eigin sögn,“ segir í tilkynningunni.

Jón Arnór er fæddur árið 1998 og hefur samtals komið við sögu í tæpar tíu mínútur í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Domino's deild karla.

„Jón Arnór er fjölhæfur íþróttamaður og stundaði t.a.m. knattspyrnu allt síðasta sumar og ítrekar stjórn eftirsjá sína af honum en um leið óskum við Jóni velfarnaðar á nýjum vettvangi. Um leið þökkum við Jóni allt sem hann hefur áorkað með klúbbnum minnum við á að faðmur Ljónagryfjunar er ávallt opin endurkomu heim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×