Aðskiljum ríki og Bændasamtökin Gylfi Ólafsson skrifar 16. október 2017 13:30 Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Gylfi Ólafsson Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Það hefur stundum verið sagt í gríni að áður en ráðist er í aðskilnað ríkis og kirkju, sé nærtækara að aðskilja ríki og Bændasamtökin. Sjaldan hefur sýn samtakanna á stöðu sína í stjórnkerfinu kristallast betur en á fundi sem þau héldu 19. september. Fyrir fundinum lá að taka til meðferðar tillögur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um lausn á vanda sauðfjárbænda. Eins og Bændablaðið lýsir fundinum mat forysta sauðfjárbænda málið svo að Þorgerður hefði ekki pólitískt bakland til þess að koma málinu áfram. Tóku sauðfjárbændur því málin í sínar hendur og lögðu fram sínar eigin tillögur um það hvernig verja ætti 650 milljónum af peningum skattgreiðenda. Útspil setur lausn í uppnám Þetta útspil bænda er merkilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar setja bændur í algert uppnám þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hafði þó afgreitt áður en hún sprakk. Lausn á vandanum er nú frestað að minnsta kosti fram yfir kosningar. Í öðru lagi er öfugsnúið að Bændasamtökin telji sig þess umkomin að hafna tillögum stjórnvalda og setja sjálf sína eigin leið um það hvernig skattpeningum er varið. Brýnt er að aðskilja ríki og Bændasamtökin svo þessi hringavitleysa endi sem fyrst. Fjögur markmið, bændasamtökin unnu gegn þremur Frá því í vor hafa stjórnvöld unnið að því að setja saman aðgerðapakka sem kæmi til móts við þann vanda sem steðjar að greininni, vanda sem er kominn upp áður en fyrsta sláturtíð af tíu hefst samkvæmt nýjum búvörusamningi. Meginmarkmiðin af hálfu ráðherra Viðreisnar voru fimm: 1. Styðja bændur sem hafa orðið fyrir kjaraskerðingu, en þó ekki frístundabændur 2. Ráðast á rót vandans, sem er offramleiðsla, svo ástandið endurtaki sig ekki. 3. Styðja sérstaklega bændur á viðkvæmum svæðum sem ekki hafa aðra tekjumöguleika. 4. Stuðla að því að fækkun í greininni verði frekar hjá eldri bændum en yngri. Í stuttu máli studdu bændur einungis fyrsta liðinn. Aðgerðum sem miðuðu sérstaklega að því að gera ungum bændum kleift að halda áfram búskap var hafnað, sérstökum aðgerðum fyrir bændur á veikum svæðum var hafnað, og aðgerðum sem taka á rót vandans—offramleiðslu—var hafnað. Allar tillögur sem bændur leggja fram eiga að vera á kostnað ríkisins, og leggjast ofan á þá 4,5 milljarða sem nú þegar fara árlega til sauðfjárbænda. Styðjum bændur og byggðir Hræsnin er því mikil þegar farið er strax út í fjölmiðla og því haldið fram að tillögur stjórnvalda muni leiða til byggðaröskunar og ýti yngri bændum úr búskap. Upphaflegar hugmyndir stjórnvalda voru hannaðar einmitt til að vernda yngri bændur og bændur á svæðum þar sem aðrar tekjur er ekki að fá. Spurningin hlýtur að vakna: fyrir hverja eru Bændasamtökin að berjast? Ráðherra landbúnaðar er í spennitreyju búvörusamnings, með 10 ára samning í fanginu sem strax á fyrsta ári er úr sér genginn. Bændur hafa endurskoðun samningsins í hendi sér en vilja engu breyta, nema auka það fé sem skattgreiðendur setja inn í greinina. Viðreisn segir hingað og ekki lengra. Styðjum bændur og byggðir. Aðskiljum ríki og Bændasamtökin. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun