Gylfaginning Lárus S. Lárusson skrifar 16. október 2017 14:45 Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti Gylfi Arnbjörnsson. Í morgun talaðir þú um svissnesku leiðina svokölluðu í morgunútvarpi RÚV. Mér fannst því miður gæta ákveðins misskilnings hjá þér um málefnið sem mig langar til þess að benda þér á því ég þykist vita að þú ert vandur að virðingu þinni og vilt gera vel. Mér heyrðist þú halda því fram að fólk myndi glata áunnum réttindum sínum ef það fengi að nýta það iðgjald sem það hefur þegar greitt sem innborgun inn á fasteign. Þetta er misskilningur á því hvernig svissneska leiðin virkar. Fólk heldur þeim réttindum sem það hefur unnið sér inn en í stað þess að iðgjaldið sé geymt í sjóðum lífeyrissjóðs er peningurinn geymdur tímabundið í fasteign viðkomandi. Peningurinn er tryggður á fyrsta veðrétti og verður skilað til lífeyrissjóðsins annað hvort þegar fasteignin er seld síðar eða samkvæmt samkomulagi. Það er aftur á móti rétt hjá þér Gylfi minn að á meðan fólk fær að geyma iðgjaldið í fasteigninni sinni þá ber sá peningur ekki ávöxtun. Á móti kemur að þegar iðgjaldinu er svo skilað til baka til lífeyrissjóðsins, t.d. þegar viðkomandi selur fasteignina eða fyrr, þá má einnig hafa viðbót sem dygði til að halda sömu réttindum og aðrir lífeyrisþegar. Þetta er bara útfærsluatriði. Fullyrðing þín um að fjórðungur lífeyrisréttinda tapist fyrstu tíu árin er því bara ályktun sem þú leyfir þér að grípa til án þess að kynna þér málið betur að því er virðist. Þér er velkomið Gylfi minn að setjast niður með okkur frambjóðendum Framsóknar og fara í gegnum þetta málefni. Vafalaust yrði það fróðlegur fundur fyrir alla því þú hefur marga fjöruna sopið og getur án efa veitt okkur ábendingar til að hugsa um. Þessi leið hefur núna verið nýtt í Sviss í nærri 20 ár og gefið góða raun. Svisslendingar eru klárt fólk og gott, þeim hefur t.d. reitt mjög vel af þrátt fyrir að vera hvorki aðilar að ESB né EES. Það er lágmarks skylda okkar stjórnmálamanna að kanna þær leiðir sem þekktar eru sem gætu aukið og bætt lífsgæði almennings í þessu landi. Það verður að gerast á málefnalegan og upplýstan hátt.Höfundur skipar 1. sæti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar