Konur og fjármál Dóra Sif Tynes skrifar 18. október 2017 10:30 Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er eins og ákveðin svið samfélagsins séu alltaf sér á báti. Dæmi um þetta er fjármálageirinn. Tölurnar eru sláandi – ríflega 90 prósent þeirra sem stýra peningum hér á landi eru karlar. Yfirgæfandi meirihluti starfsmanna í eignastýringu, fjárfestingum og tengdri ráðgjöf eru karlar. Ef litið er til lífeyrissjóðanna er hlutfallið svipað, tæplega 90 prósent framkvæmdastjóra lífeyrissjóða hér á landi eru karlar. Hvers vegna eru lífeyrissjóðirnir sérstaklega nefndir? Lífeyrissjóðirnir tilheyra öllum almenningi, allir verða að greiða í lífeyrissjóð af launum sínum. Lífeyrissjóðir hafa því samfélagslegu hlutverki að gegna, þeir sýsla með peningana okkar. Lífeyrissjóðirnir eru líka gríðarlega umsvifamiklir í viðskiptalífinu. Þeir fjárfesta í skráðum hlutabréfum og skuldabréfum, óskráðum fyrirtækjum og umsvifin í fasteignalánum fara aukandi. Viðreisn leggur því til að lífeyrissjóðirnir axli ábyrgð þegar kemur að framgangi jafnréttis í samfélaginu. Við viljum lögfesta þá skyldu þannig að lífeyrissjóðum sé gert að setja sér jafnréttisstefnu sem nái líka til fjárfestinga þeirra. Reyndin er sú að allar rannsóknir sýna að fyrirtækjum sem búa yfir fjölbreyttum stjórnendahópi karla og kvenna vegnar betur. Það ætti því í raun að vera sjálfsagt mál að sjóðir sem vilja hámarka afkomu fjárfestinga sinna líti til jafnréttissjónarmiða. Sú hefur ekki verið raunin og þess vegna er mikilvægt að lögfesta þessa skyldu. Ákvæði um jafnréttisstefnu er hins vegar ekki nóg, það þarf að ríkja gagnsæi um hvernig hún er framkvæmd. Þess vegna leggur Viðreisn einnig til að lífeyrissjóðum verði lögum samkvæmt skylt að gera grein fyrir því í ársskýrslu hvernig jafnréttisstefnan er framkvæmd. Þannig myndu sjóðirnir til dæmis þurfa að útskýra hvers vegna fjárfest er í fyrirtækjum sem uppfylla ekki jafnréttisviðmið. Það er skylda stjórnmálanna að vera vakandi yfir því hvernig má breyta og bæta kerfi almenningi til góðs. Við eigum ekki að líða að tiltekin svið samfélagsins festist í kynbundinni misskiptingu. Jafnréttið er okkar.Höfundur er í þriðja sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun