Viljum við kjósa svona samfélag? Ellen Calmon skrifar 18. október 2017 16:45 Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Sjá meira
Hagstofa Íslands birti í byrjun október upplýsingar um laun á árinu 2016. Í frétt frá Hagstofunni kemur fram að árið 2016 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna að meðaltali 667 þúsund krónur á mánuði en miðgildi heildarlauna 583 þúsund krónur og var því helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð og helmingur yfir. Fyrr á árinu fékk ÖBÍ Hagfræðistofnun Háskóla Íslands til að reikna út meðal annars kaupmáttarþróun óskerts lífeyris, lágmarkslauna og miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega og voru niðurstöðurnar settar fram í grein í Fréttablaðinu, sem birtist 22.6.2017, undir yfirskriftinni Fullyrðingar ráðherra um kjör öryrkja standast ekki skoðun. Með nýjum upplýsingum frá Hagstofu Íslands gafst kostur á að reikna út kaupmáttarþróun heildarlauna fullvinnandi og bera þær saman við kaupmáttarþróun heildartekna örorkulífeyrisþega fyrir árið 2016. Þorsteinn Víglundsson félags- og húsnæðismálaráðherra svaraði grein ÖBÍ með mynd, sem sýndi annað en útreikningar Hagfræðistofnunar HÍ fyrir ÖBÍ. Fullyrt var að kaupmáttur bóta hefði fylgt lægstu launum að undanförnu. ÖBÍ óskaði eftir að fá sendar upplýsingar um upphæðirnar og aðrar forsendur sem útreikningar kaupmáttar í grein ráðherra byggðu á. ÖBÍ fékk senda töfluna á bak við línuritið, en mikið ósamræmi er á milli töflunnar annars vegar og línuritsins sem ráðherra birti með grein sinni hins vegar. Línuritið, sem ráðherra byggði málflutning sinn á, gefur ranga mynd af stöðunni. Eins og sjá má á myndinni hérna fyrir neðan er verulegur munur á þróun kaupmáttar tekna örorkulífeyrisþega annars vegar og launafólks hins vegar, hvort heldur horft er til lágmarkslauna, miðgildis heildartekna fullvinnandi, óskerts lífeyris almannatrygginga eða miðgildis heildartekna örorkulífeyrisþega. Öfugt við laun á vinnumarkaði hafa tekjur örorkulífeyrisþega rýrnað flest árin.Útreikningar Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands.Það sama gildir er horft er til krónutöluhækkana.Hækkun heildarlauna fullvinnandi og heildartekna örorkulífeyrisþega miðast við miðgildi. Byggir á tölulegum upplýsingum frá Tryggingastofnun og Hagstofu Íslands.Í byrjun september lagði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018. Óvíst er um framtíð þessa frumvarps þar sem fundum Alþingis var frestað og alþingiskosningar á næsta leiti. Fjárlagafrumvarpið sýnir áherslur þeirra stjórnmálaflokka sem lögðu það fram í fjölmörgum málaflokkum. Samkvæmt frumvarpinu er ætlunin að hækka lífeyri almannatrygginga um 4,7%. Í krónutölum þýðir 4,7% hækkun að fullur lífeyrir almannatrygginga hækkar um rúmar 10 þús. kr. fyrir skatt, eða úr tæpum 228 þús. kr. í rúmar 238 þús. kr. Eftir skatt er hér um að ræða hækkun í kringum 6.700 kr. á mánuði. Af fjárlagafrumvarpinu má vera ljóst að ekki átti að bæta kjör lífeyrisþega. Staða þeirra og lífskjör, hvort heldur horft er til upphæða (krónutöluhækkana) eða kaupmáttar, hefðu ekki batnað og þeim er áfram ætlað að lifa í fátækt. Við skulum spyrja okkur þegar komið er í kjörklefana, er það þetta sem við viljum? [1] Með óskertum lífeyri almannatrygginga (framfærsluviðmið) er átt við heildarupphæð greiðslna til einstaklings sem hefur engar, eða lágar tekjur, annars staðar frá.Höfundur er formaður Öryrkjabandalags Íslands.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun