Alvöru kosningaeftirlit Björn Leví Gunnarsson skrifar 19. október 2017 09:15 Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kosningar 2017 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2013 kærðu Píratar framkvæmd alþingiskosninga. Ástæðurnar voru margþættar; hvernig umboðsmönnum var hindraður aðgangur, hvernig innsigli voru rofin, hvernig atkvæði stemmdu ekki og ýmislegt fleira. Ekki var brugðist við kærunni en í kjölfarið var stofnaður vinnuhópur til þess að yfirfara kosningalögin sem skilaði 2015 bls. skýrslu, sem með fylgiskjölum voru aðrar rúmlega 300 bls. Frumvarpsdrögin laga ýmislegt en þrátt fyrir tíma, þá hefur frumvarpið ekki verið lagt fram. Hvorki að hluta til né í heild sinni. Í kjölfar kosninganna 2013 ákváðu Píratar því að undirbúa alvöru kosningaeftirlit og undirbjuggu sig vel fyrir kosningarnar 2016. Píratar keyptu eigin innsigli til þess að setja á kjörkassana og forprófuðu þau í forsetakosningunum 2016. Við söfnuðum saman fólki sem hafði áhuga á að gera framkvæmd kosninga betri og lærðum á kosningalögin, hlutverk umboðsmanna og æfðum okkur í að sjá til þess að ekki væri hægt að draga framkvæmd kosninga aftur í efa. Afraksturinn af því var að minnsta kosti að við sáum ekki ástæðu til þess að kæra kosningarnar 2016 vegna galla á framkvæmd.Keyptu aftur innsigli Nú erum við aftur komin í kosningagír og viljum að sem flestir taki þátt í því að gera kosningarnar sem bestar. Umboðsmenn og meðlimir sjálfstæðs kjörgagnahóps hafa undirbúið leiðbeiningarfyrir umboðsmenn á kjörstað sem koma vonandi öllum til góða. Fulltrúum annarra flokka er velkomið að afrita þessar leiðbeiningar, betrumbæta og dreifa. Í ár hafa Píratar aftur keypt sín eigin innsigli og verða þau notuð í komandi kosningum. Það væri hins vegar óskandi að betri framkvæmd kosninga væri það eina sem væri að hjá okkur hvað kosningakerfið varðar. Því miður eru atriði eins og ójafnt atkvæðavægi og 5% regla til þess að fá jöfnunarmenn enn til staðar og í núverandi stjórnmálaumhverfi þá eru þeir gallar alvarlegri en hægt er að laga með góðu kosningaeftirliti.Pössum upp á framkvæmdina Ríkisstjórnin 2013 - 2016 var með rúm 60% þingsæta en fékk samt minna en 50% greiddra atkvæða. Ríkisstjórnin 2016 - 2017 var með minnihluta atkvæða og færri atkvæði en stjórnarandstöðuflokkarnir. Í kosningunum 2013 fóru 21.390 atkvæði í ruslið og töldust ekki með til úthlutunar þingsæta. Þau atkvæði hefðu átt að skila 7 þingmönnum sem í staðinn féllu til ríkisstjórnarflokkanna og þeirra 7 þingmanna meirihluta. Í kosningunum árið 2016 var um 10.500 atkvæðum hent. Það er óhætt að segja að kjörtímabilið 2013 - 2016 hefði verið allt öðruvísi ef sú ríkisstjórn hefði bara haft eins manns meirihluta (gildra atkvæða) og sömuleiðis á þessu kjörtímabili ef núverandi starfsstjórnarflokkar hefðu ekki haft möguleika á því að ná meirihluta. Þetta er staða lýðræðisins á Íslandi í dag. Píratar passa upp á að framkvæmd kosninga sé góð og býst við að umboðsmenn annara flokka sinni þeirri skyldu líka. Umboðsmenn verða líka að fylgjast hver með öðrum. Kosningakerfið okkar er hins vegar það lélegt að það gefur minnihlutastjórn meirihlutavöld. Við verðum að laga þetta í framtíðinni, fyrst það er ekki búið að laga það, þá strax á næsta kjörtímabili.Höfundur er þingmaður Pírata.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun