Fótbolti

Harry Kane er ofar en Messi á 2017-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. Vísir/Getty
Harry Kane bætti við tveimur mörkum í ensku úrvalsdeildina um helgina og hefur þar með skorað 36 mörk á árinu 2017.

Kane hefur skorað meira í ensku úrvalsdeildinni á árinu en sjö lið sem eru núna í deildinni eða Southampton, Watford, Swansea, Burnley, Stoke, West Brom og Crystal Palace.

Kane er líka farinn að skila flottari tölfræði en Lionel Messi sem hefur verið nánast ómögulegt síðustu árin.

Kane er nefnilega búinn að skora þessi 36 deildarmörk í aðeins 31 leik og er því með 1,16 mörk að meðaltali í leikjum í ensku úrvalsdeildinni á árinu 2017.

Lionel Messi er með 45 mörk í 43 leikjum eða 1,05 mörk í leik og þarf því að sætta sig við annað sætið á eftir Kane á þessum lista.

Þriðji á listanum og sá þriðji sem er með yfir mark í er Pólverjinn Robert Lewandowski hjá Bayern München en hann er með 1,03 mörk í leik (35 mörk í 34 leikjum).



Flest mörk í leik í bestu deildum Evrópu 2017: (Frá Sky Sports)

Harry Kane, Tottenham 1,16

(36 mörk í 31 leik)

Lionel Messi, Barcelona 1,05

(45 mörk í 43 leikjum)

Robert Lewandowski, Bayern München 1,03

(35 mörk í 34 leikjum)

Edinson Cavani, Paris Saint-Germain 0,95

(36 mörk í 38 leijum)

Pierre-Emerick Aubameyang, Dortmund 0,84

(33 mörk í 35 leikjum)

Cristiano Ronaldo, Real Madrid 0,91

(31 mark í 34 leikjum)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×