Körfubolti

KR-ingar aftur án Jóns Arnórs fyrstu mánuði tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. vísir/eyþór
Það lítur út fyrir að Íslands- bikarmeistarar KR þurfi annað árið í röð að byrja fyrstu mánuði tímabilsins án síns besta leikmanns.  

Jón Arnór Stefánsson, besti leikmaður Domino´s deildar karla 2016-17 og besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017, gæti verið frá keppni næstu tvo mánuðina vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í Meistarakeppni KKÍ.

Jón Arnór sagði í samtali við Morgunblaðið að sin hafi slitnað frá sinafestu við lífbeinið. Það er búist við að slíkt gæti tekið um það bil sex vikur að gróa.

Þetta eru sömu meiðsli og Jón Arnór var að glíma við í undirbúningum fyrir Evrópumótið í sumar en þá koma rifa í sinina.

Jón Arnór sparaði sig í undirbúningnum og tókst síðan að spila alla leiki Íslands á EM í Helsinki.

Jón Arnór var besti leikmaður KR í Evrópukeppninni á dögunum þar sem hann var með 17,5 stig og 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik og það leit út fyrir að hann væri að koma af miklu krafti inn í Íslandsmótið.

Jón Arnór þarf hinsvegar að sætta sig við það að missa af fyrstu mánuðunum alveg eins og á síðasta tímabili þegar hann spilaði ekki fyrsta leikinn sinn fyrr en í janúar.

Jón Arnór kom þá sterkur inn og hjálpaði KR að vinna tvöfalt á hans fyrsta tímabili á Íslandi frá 2009.


Tengdar fréttir

KR og Keflavík verja Íslandsmeistaratitlana sína

Körfuknattleikssamband Íslands kynnti í dag árlega spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna um lokaröðina í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta en kynningarfundur körfuboltatímabilsins fór fram í Laugardalshöllinni í hádeginu.

Þór meistari meistaranna

Þór frá Þorlákshöfn er meistari meistaranna eftir að bera sigurorð af Íslands- og bikarmeisturum KR í Meistarakeppni KKÍ sem fram fór í Keflavík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×