Verðmiðinn hefur engin áhrif á Gylfa: Yrði brjálaður að lesa alltaf blöðin Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar 4. október 2017 19:15 45 milljóna punda verðmiðinn á Gylfa Þór Sigurðssyni truflar hann ekkert þrátt fyrir erfiða byrjun Everton á tímabilinu. Gylfi verður í eldlínunni með strákunum okkar í Tyrklandi á föstudaginn. Íslenska landsliðið æfði í síðasta sinn í summarleyfisdvalaborginni Antalya í morgun en liðið flaug til Eskisehir klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en þar fer leikurinn gegn Tyrklandi fram á föstudagskvöldið. Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar mega búast við algjörri sturlun á leikdegi en þeir hafa upplifað tyrkneska brjálæðið áður því hér voru þeir fyrir tveimur árum síðan. „Þessar mínútur gætu reynst okkur mjög dýrmætar. Það var góð reynsla sem við fengum þá. Í heildina eru flestir okkar leikmenn vanir því að spila undir mikilli pressu og spila mikilvæga leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta. Það er bara skemmtilegra að spila fyrir framan brjálaða áhorfendur í mikilli stemningu,“ segir Gylfi. Gylfi Þór er sjálfur í góðu formi enda búinn að spila mikið fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópudeildinni. Lífið í Bítlaborginni hefur þó ekki farið af stað eins og hann hefði óskað sér. Liðið vinnur varla leik þessa dagana. „Þetta er búið að vera öðruvísi en maður bjóst við. Það er mikið af nýjum leikmönnum og hópurinn sterkur og góður. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að falla með okkur. Ég held að það sé ekkert mikið sem við þurfum að bæta en það eru einhverjir hlutir sem þurfa að breytast bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum. Ég hef séð hlutina svartari en þetta. Við náum alveg að snúa þessu við,“ segir hann. Gylfi var keyptur fyrir 45 milljónir punda og er auðvitað til mikils ætlast af honum. Þegar illa gengur eru margir fljótir að snúast gegn þeim sem áður hétu snillingar en hvorki verðmiðinn né umræðan truflar íslenska landsliðsmanninn. „Ég les rosalega lítið fréttirnar. Ég kemst hvað helst nálægt þeim þegar ég fer í viðtöl. Ég er lítið að spá í þessu. Ég hugsa algjörlega bara um að spila fótbolta og reyna að standa mig þar. Ég held að maður yrði bara brjálaður ef maður væri alltaf að lesa blöðin eða netsíðurnar. Ég reyni að sleppa því bara,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
45 milljóna punda verðmiðinn á Gylfa Þór Sigurðssyni truflar hann ekkert þrátt fyrir erfiða byrjun Everton á tímabilinu. Gylfi verður í eldlínunni með strákunum okkar í Tyrklandi á föstudaginn. Íslenska landsliðið æfði í síðasta sinn í summarleyfisdvalaborginni Antalya í morgun en liðið flaug til Eskisehir klukkan fimm að íslenskum tíma í dag en þar fer leikurinn gegn Tyrklandi fram á föstudagskvöldið. Gylfi Þór Sigurðsson og strákarnir okkar mega búast við algjörri sturlun á leikdegi en þeir hafa upplifað tyrkneska brjálæðið áður því hér voru þeir fyrir tveimur árum síðan. „Þessar mínútur gætu reynst okkur mjög dýrmætar. Það var góð reynsla sem við fengum þá. Í heildina eru flestir okkar leikmenn vanir því að spila undir mikilli pressu og spila mikilvæga leiki. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að maður er í fótbolta. Það er bara skemmtilegra að spila fyrir framan brjálaða áhorfendur í mikilli stemningu,“ segir Gylfi. Gylfi Þór er sjálfur í góðu formi enda búinn að spila mikið fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og í Evrópudeildinni. Lífið í Bítlaborginni hefur þó ekki farið af stað eins og hann hefði óskað sér. Liðið vinnur varla leik þessa dagana. „Þetta er búið að vera öðruvísi en maður bjóst við. Það er mikið af nýjum leikmönnum og hópurinn sterkur og góður. Hlutirnir hafa ekki alveg verið að falla með okkur. Ég held að það sé ekkert mikið sem við þurfum að bæta en það eru einhverjir hlutir sem þurfa að breytast bæði í sóknarleiknum og varnarleiknum. Ég hef séð hlutina svartari en þetta. Við náum alveg að snúa þessu við,“ segir hann. Gylfi var keyptur fyrir 45 milljónir punda og er auðvitað til mikils ætlast af honum. Þegar illa gengur eru margir fljótir að snúast gegn þeim sem áður hétu snillingar en hvorki verðmiðinn né umræðan truflar íslenska landsliðsmanninn. „Ég les rosalega lítið fréttirnar. Ég kemst hvað helst nálægt þeim þegar ég fer í viðtöl. Ég er lítið að spá í þessu. Ég hugsa algjörlega bara um að spila fótbolta og reyna að standa mig þar. Ég held að maður yrði bara brjálaður ef maður væri alltaf að lesa blöðin eða netsíðurnar. Ég reyni að sleppa því bara,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30 Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30 Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18 Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30 Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30 Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30 Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima Alfreð: Hungraður og vil enn og aftur sýna hvar ég á heima 4. október 2017 08:30
Ari Freyr: Sama hvort ég byrja eða er á bekknum þá erum við saman í þessu Ari Freyr Skúlason missti stöðu sína í byrjunarliði íslenska landsliðsins í fótbolta í júní. 4. október 2017 10:30
Hannes og Björn Bergmann æfðu ekki með strákunum í morgun Markvörðurinn og framherjinn voru í meðhöndlun uppi á hóteli. 4. október 2017 08:18
Ísland gæti spilað á leikvangi á HM með áhorfendastúku fyrir utan völlinn Íslenska fótboltalandsliðið mun á næstum dögum reyna að tryggja sér sæti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en til þess að svo verði þarf liðið að gera góða hluti í komandi leikjum á móti Tyrklandi og Kósóvó. 4. október 2017 14:30
Jón Daði: Frábært að skora fyrir framan mömmu sem er búin að vera að berjast við veikindi Landsliðsframherjinn tileinkaði móður sinni mark sem hann skoraði fyrir Reading á dögunum. 4. október 2017 09:30
Rúrik: Ætlaði að gera of mikið og það var skita Landsliðsmaðurinn fékk rautt spjald eftir að koma inn á sem varamaður á móti Finnlandi. 4. október 2017 12:30