Íslendingar eru FIFA-óð þjóð og leikurinn rokselst Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. október 2017 06:00 FIFA 18 hulstur í íslenskum búningi hafa vakið lukku hjá Íslendingum. „Leikurinn hefur farið vel af stað og í raun betur en í fyrra og má leiða að því líkur að það hafi með innkomu íslenska landsliðsins að gera,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri útgáfu- og söludeildar Senu sem gefur út fótboltatölvuleikinn FIFA 18 hér á landi. Fáir ef nokkrir tölvuleikir njóta meiri vinsælda hér á landi og á heimsvísu en FIFA-leikjasería tölvuleikjaframleiðandans EA Sports sem gefnir eru út ár hvert. Í síðasta mánuði var tilkynnt að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði í leiknum að þessu sinni sem gladdi óneitanlega tugi þúsunda spilara leiksins hér. Af því tilefni var sú nýbreytni tekin upp að sérstök kápa úr íslenska landsliðsbúningnum prýðir nú hulstur leiksins hér og segir Ólafur það hafa skilað sér í sölutölum.Guðni Bergsson, formaður KSÍ.visir/eyþór„Þessa fyrstu viku hefur leikurinn selst í fleiri þúsundum eintaka og ljóst að íslenskir FIFA-spilarar taka þessum nýja FIFA-leik opnum örmum. Þessi nýbreytni með íslensku kápuna hefur verið mjög vinsæl hjá spilurum og við finnum að það er mikilvægt að hafa hana á leiknum.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, átti mikinn þátt í því að íslenska landslið er nú í leiknum eftir að forveri hans og KSÍ höfnuðu tilboði EA Sports í fyrra. „Ég er búinn að kíkja á okkar lið í leiknum og líst bara vel á. Gaman að sjá okkur í vinsælasta íþróttatölvuleik í heimi þannig að ég er mjög ánægður með að þetta mælist vel fyrir.“ Sú staðreynd að tölvuleikurinn seljist nú í bílförmum er athyglisverð í ljósi þess að leikir fyrir Playstation 4 (PS4) og sambærilegar leikjatölvur eru fjarri því að vera ódýrir. Algengt verð á FIFA 18 leiknum er á bilinu 9-10 þúsund krónur og hefur hann selst upp í einhverjum verslunum sem Fréttablaðið hafði samband við. Allt að 10,6 prósenta munur er á hæsta og lægsta verði leiksins hjá verslunum. Verðathugun Fréttablaðsins leiddi í ljós að FIFA 18 fyrir PS4 væri ódýrastur hjá Tölvuteki á 8.990 kr. en dýrastur í Elko á 9.995 miðað við uppgefið verð á vefsíðum verslananna í gær. Heimkaup selja leikinn á 9.990 kr. en GameStöðin á 9.499 kr. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
„Leikurinn hefur farið vel af stað og í raun betur en í fyrra og má leiða að því líkur að það hafi með innkomu íslenska landsliðsins að gera,“ segir Ólafur Þór Jóelsson, framkvæmdastjóri útgáfu- og söludeildar Senu sem gefur út fótboltatölvuleikinn FIFA 18 hér á landi. Fáir ef nokkrir tölvuleikir njóta meiri vinsælda hér á landi og á heimsvísu en FIFA-leikjasería tölvuleikjaframleiðandans EA Sports sem gefnir eru út ár hvert. Í síðasta mánuði var tilkynnt að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu yrði í leiknum að þessu sinni sem gladdi óneitanlega tugi þúsunda spilara leiksins hér. Af því tilefni var sú nýbreytni tekin upp að sérstök kápa úr íslenska landsliðsbúningnum prýðir nú hulstur leiksins hér og segir Ólafur það hafa skilað sér í sölutölum.Guðni Bergsson, formaður KSÍ.visir/eyþór„Þessa fyrstu viku hefur leikurinn selst í fleiri þúsundum eintaka og ljóst að íslenskir FIFA-spilarar taka þessum nýja FIFA-leik opnum örmum. Þessi nýbreytni með íslensku kápuna hefur verið mjög vinsæl hjá spilurum og við finnum að það er mikilvægt að hafa hana á leiknum.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, átti mikinn þátt í því að íslenska landslið er nú í leiknum eftir að forveri hans og KSÍ höfnuðu tilboði EA Sports í fyrra. „Ég er búinn að kíkja á okkar lið í leiknum og líst bara vel á. Gaman að sjá okkur í vinsælasta íþróttatölvuleik í heimi þannig að ég er mjög ánægður með að þetta mælist vel fyrir.“ Sú staðreynd að tölvuleikurinn seljist nú í bílförmum er athyglisverð í ljósi þess að leikir fyrir Playstation 4 (PS4) og sambærilegar leikjatölvur eru fjarri því að vera ódýrir. Algengt verð á FIFA 18 leiknum er á bilinu 9-10 þúsund krónur og hefur hann selst upp í einhverjum verslunum sem Fréttablaðið hafði samband við. Allt að 10,6 prósenta munur er á hæsta og lægsta verði leiksins hjá verslunum. Verðathugun Fréttablaðsins leiddi í ljós að FIFA 18 fyrir PS4 væri ódýrastur hjá Tölvuteki á 8.990 kr. en dýrastur í Elko á 9.995 miðað við uppgefið verð á vefsíðum verslananna í gær. Heimkaup selja leikinn á 9.990 kr. en GameStöðin á 9.499 kr.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30 Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Guðni bjartsýnn á að Ísland verði í FIFA 18 KSÍ fékk tilboð um að vera í FIFA 17 sem var hafnað við litla hrifingu íslenskra fótboltaáhugamanna. 8. maí 2017 13:30