Ungt fólk situr eftir Marinó Örn Ólafsson skrifar 5. október 2017 13:27 Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við ungu fólki blasir ógnvekjandi staða. Fasteignamarkaðurinn vofir yfir þeim ógnandi og samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur kaupmáttur þess hefur aukist minna en annarra hópa og jafnvel minnkað. Þá hefur eignastaða ungs fólks ekki aukist í takt við aukna hagsæld. Brýnt er að bæta stöðu þessa hóps, sem ekki hefur notið ábata síðustu ára. Við í Samfylkingunni sjáum margar leiðir til þess.Barnabætur séu ekki fátækrastyrkur Fyrsta leiðin er að breyta barnabótakerfinu í átt frá núverandi fátækrabótum sem þær eru. Barnabætur eiga að vera hugsaðar til að styrkja stöðu barna landsins og unga fólksins sem elur þau upp. Þær eru mikilvægur þáttur í breytingunum sem þurfa að eiga sér stað ef við Íslendingar viljum nokkurn tímann að velferðarkerfið okkar standist samanburð við velferðarkerfi Norðurlandanna.Betri námslán Önnur leiðin er að endurskoða námslánakerfið með það í huga að innleiða námsstyrki eða breyta hluta láns í styrk eftir að námi lýkur. Tryggja þarf fullt jafnrétti til náms þannig að ekki halli á ákveðna hópa sem vilja hefja nám og afborganir mega ekki vera íþyngjandi fyrir fólk sem hlýtur menntum í fræðum láglaunastarfa. Þannig má koma til móts við ungt fólk sem gengur menntaveginn og jafna stöðu þeirra sem vilja styrkja samfélagið með auknu hugviti og verðmætasköpun, en verða af tækifærum til eignamyndunar og tekjuöflunar á námstíma.Endurreisum félagslega húsnæðiskerfið Þriðja leiðin er að auka framboð af félagslegu húsnæði svo að ekki verði jafnmikil neyð vegna húsnæðisskorts, þegar við missum aftur stjórn á húsnæðismarkaðnum. Þetta má gera í samstarfi við verkalýðshreyfinguna og er sú vinna þegar hafin. Það þarf að bæta í til að takast á við næstu krísu. Þá þarf einnig að gera almennan leigumarkað hæfari til að takast á við aukinn þrýsting frá Airbnb, til dæmis með því að veita skattafslátt vegna útleigu á einni íbúð og auka þannig tekjumöguleika leigusala til að fleiri sjái sér hag í því að leigja á almennum markaði frekar en til skammtímagistingar ferðamanna.Ungu fólki líður illa Fjórða leiðin til að bæta stöðu ungs fólks er að gera betur í geðheilbrigðismálum. Ungt fólk kljáist nú við geðsjúkdóma í auknum mæli og nauðsynlegt er að skoða hvar má bæta í. Aðgengilegir sálfræðingar í framhaldsskólum, háskólum og heilsugæslu gerðu ungu fólki mun auðveldara að sækja sér þá hjálp sem það þarf. Með þessum aðgerðum mætti bæta stöðu ungs fólks til muna. Það gerði því kleift að koma fótunum undir sig og öðlast þann stöðugleika sem nauðsynlegur er og menn öðlast flestir ekki fyrr en þeir komast á miðjan aldur. Við getum ekki leyft okkur að líta fram hjá vanda ungs fólks lengur.Höfundur skipar fjórða sæti lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun