Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 106-105 | Gulir unnu baráttuna um Suðurstandarveginn Magnús Áskelsson skrifar 8. október 2017 22:30 Ólafur Ólafsson átti góðan leik fyrir Grindavík. vísir/andri marinó Grindavík og Þór þorlákshöfn áttust við í lokaleik fyrstu umferðar Dominosdeildar karla í kvöld, um var að ræða frestaðan leik þar sem leikmenn Þórs þjáðust af matareitrun fyrr í vikunni. Það var sannarlega boðið upp á naglbít í Mustad höllinni! Gestirnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn sigldu fram úr eftir miðjan fyrsta leikhluta og leiddu 22-17. Grindvíkingar reyndu að byggja upp forskot í öðrum leikhluta en Þórsarar náðu alltaf áhlaupi til baka, staðan 49-44 í fjörugum fyrri hálfleik. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög sterkt og leit út fyrir að þeir myndu ná að slíta Þórsara frá sér, gestirnir neituðu að gefast upp og eftir mikið þristaregn fóru þeir með þriggja stiga forskot í loka leikhlutan 73-76. Heimamenn voru fljótir að ná forystunni aftur í upphafi fjórða leikhluta og virtust Þórsarar margir hverjir vera orðnir þreyttir en með ótrúlegri baráttu náðu þeir að jafna þegar skammt var eftir með þriggja stiga körfu Jesse Pelto-Rosa 95-95 og því framlengt. Í framlengingunni náðu Grindavíkingar að skora sjö fyrstu stigin en Þórsarar hreinlega neituðu að gefast upp og minnkuðu munin í eitt stig og með smá heppni gátu þeir stolið sigrinum því þeir áttu lokaskotið sem geigaði. Lokatölur 106-105, Grindavík vann því baráttuna um Suðurstrandaveginn í frábærum leik.Af hverju vann Grindavík? Grindavík vann þennan leik á breiddinni, sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og lið Þórsara hnjaskað fyrir og var fyrir enn frekari áföllum í leiknum, þar sem þrír menn meiddust og munaði þar mestu um Ólaf Helga Jónsson sem meiddist á mikilvægu augnabliki í fjórða leikhluta. Það er í raun ótrúlegt að Þórsarar hafi átt tækifæri að stela þessum leik miðað við allt sem undan var gengið. Þannig að kannski er hægt að segja að það hafi hreinlega verið heppni sem réð þessum leik í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heima manna má nefna Rashad Whack sem skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, mjög hljóðlátur leikmaður sem maður tekur varla eftir á vellinum. Ólafur Ólafsson var drjúgur sérstaklega í seinni hálfleik og skoraði 22 stig og reif niður 7 fráköst. Dagur Kár var öflugur með 17 stig og 8 stoðsendingar. Í liði Þórs átti Jesse Pellot-Rosa frá þriðja leikhluta en hann skoraði 27 stig í þeim, það var greinilega verulega dregið af honum í fjórða leikhlutanum og endaði hann með 32 stig og 9 fráköst. Emil Karel Einarsson var frábær í leiknum og dreif liðið áfram í vörn og sókn, hann endaði leikinn með 28 stig og 7 fráköst. Að lokum er vert að nefna hinn 19 ára Magnús Breka Þórðarson kom með góða innkomu í kvöld, 3/4 í þristum og endaði leikinn með 11 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórsara var frábær og hélt þeim inn í þessum leik 17/35. Grindvíkingar unnu frákastabaráttuna 52-42.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn í kvöld var ekki upp á marga fiska.Grindvíkingar lentu í villu vandræðum og fengu Þorsteinn Finnbogason og Sigurður Gunnar Þorsteinsson báðir 5 villur í leiknum. Þriggja stiga skotnýting heimamann var frekar slök fyrir utan Rashed Whack og Þórsarar voru undir í frákastabaráttunni.Jóhann: Kannski vanmat í mínum mönnum Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með tvö stig í kvöld en ekki spilamennsku sinna manna. „Ég er mjög ánægður með tvö stig, en frammistaða minna manna þá sérstaklega varnarlega var út úr öllu því sem við erum búnir að tala um í allt haust og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Þórsarar með hörkugott lið en laskaðir það hefur kannski verið vanmat í mínum mönnum,“ sagði Jóhann Ólafsson eftir leik í kvöld. Jóhann var sáttur með dómgæsluna í leiknum en vill meina að FIBA sé að skemma leikinn með nýlegum reglugerðum. „Ég væri til í að hitta þennann gæja sem er að breyta reglunum helst í myrkri, það er verið að eyðileggja leikinn finnst mér persónulega. En dómararnir í kvöld eins og alltaf missa af einhverju og eru með eitthvað vitlaust eins og við hinir.“Einar Árni: Menn eru meiddir og ælandi inni í klefa Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, lét mótanefnd heyra það eftir leik en var að sama skapi mjög stoltur af sínum mönnum. „Gríðarlega stoltur af mínum mönnum og gæti ekki verið mikið meira stoltari í þessari ömurlegri stöðu með allt sem hefur á gengi,“ sagði Einar Árni. „Ég verð að nota tækifærið og lýsa vanþakklæti mínu á störf mótanefndar að bjóða okkur að spila þennan leik á þessum tímapunkti og afleiðingarnar eftir því menn meiddir hérna og ælandi inn í klefa. Að því sögðu er ég ótrúlega stoltur af drengjunum,“ sagði Einar Árni eftir leikinn í kvöld X Dominos-deild karla
Grindavík og Þór þorlákshöfn áttust við í lokaleik fyrstu umferðar Dominosdeildar karla í kvöld, um var að ræða frestaðan leik þar sem leikmenn Þórs þjáðust af matareitrun fyrr í vikunni. Það var sannarlega boðið upp á naglbít í Mustad höllinni! Gestirnir byrjuðu leikinn betur en heimamenn sigldu fram úr eftir miðjan fyrsta leikhluta og leiddu 22-17. Grindvíkingar reyndu að byggja upp forskot í öðrum leikhluta en Þórsarar náðu alltaf áhlaupi til baka, staðan 49-44 í fjörugum fyrri hálfleik. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög sterkt og leit út fyrir að þeir myndu ná að slíta Þórsara frá sér, gestirnir neituðu að gefast upp og eftir mikið þristaregn fóru þeir með þriggja stiga forskot í loka leikhlutan 73-76. Heimamenn voru fljótir að ná forystunni aftur í upphafi fjórða leikhluta og virtust Þórsarar margir hverjir vera orðnir þreyttir en með ótrúlegri baráttu náðu þeir að jafna þegar skammt var eftir með þriggja stiga körfu Jesse Pelto-Rosa 95-95 og því framlengt. Í framlengingunni náðu Grindavíkingar að skora sjö fyrstu stigin en Þórsarar hreinlega neituðu að gefast upp og minnkuðu munin í eitt stig og með smá heppni gátu þeir stolið sigrinum því þeir áttu lokaskotið sem geigaði. Lokatölur 106-105, Grindavík vann því baráttuna um Suðurstrandaveginn í frábærum leik.Af hverju vann Grindavík? Grindavík vann þennan leik á breiddinni, sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira og lið Þórsara hnjaskað fyrir og var fyrir enn frekari áföllum í leiknum, þar sem þrír menn meiddust og munaði þar mestu um Ólaf Helga Jónsson sem meiddist á mikilvægu augnabliki í fjórða leikhluta. Það er í raun ótrúlegt að Þórsarar hafi átt tækifæri að stela þessum leik miðað við allt sem undan var gengið. Þannig að kannski er hægt að segja að það hafi hreinlega verið heppni sem réð þessum leik í lokin. Hverjir stóðu upp úr? Í liði heima manna má nefna Rashad Whack sem skoraði 26 stig og tók 10 fráköst, mjög hljóðlátur leikmaður sem maður tekur varla eftir á vellinum. Ólafur Ólafsson var drjúgur sérstaklega í seinni hálfleik og skoraði 22 stig og reif niður 7 fráköst. Dagur Kár var öflugur með 17 stig og 8 stoðsendingar. Í liði Þórs átti Jesse Pellot-Rosa frá þriðja leikhluta en hann skoraði 27 stig í þeim, það var greinilega verulega dregið af honum í fjórða leikhlutanum og endaði hann með 32 stig og 9 fráköst. Emil Karel Einarsson var frábær í leiknum og dreif liðið áfram í vörn og sókn, hann endaði leikinn með 28 stig og 7 fráköst. Að lokum er vert að nefna hinn 19 ára Magnús Breka Þórðarson kom með góða innkomu í kvöld, 3/4 í þristum og endaði leikinn með 11 stig.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórsara var frábær og hélt þeim inn í þessum leik 17/35. Grindvíkingar unnu frákastabaráttuna 52-42.Hvað gekk illa? Varnarleikurinn í kvöld var ekki upp á marga fiska.Grindvíkingar lentu í villu vandræðum og fengu Þorsteinn Finnbogason og Sigurður Gunnar Þorsteinsson báðir 5 villur í leiknum. Þriggja stiga skotnýting heimamann var frekar slök fyrir utan Rashed Whack og Þórsarar voru undir í frákastabaráttunni.Jóhann: Kannski vanmat í mínum mönnum Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var sáttur með tvö stig í kvöld en ekki spilamennsku sinna manna. „Ég er mjög ánægður með tvö stig, en frammistaða minna manna þá sérstaklega varnarlega var út úr öllu því sem við erum búnir að tala um í allt haust og það er eitthvað sem við þurfum að laga. Þórsarar með hörkugott lið en laskaðir það hefur kannski verið vanmat í mínum mönnum,“ sagði Jóhann Ólafsson eftir leik í kvöld. Jóhann var sáttur með dómgæsluna í leiknum en vill meina að FIBA sé að skemma leikinn með nýlegum reglugerðum. „Ég væri til í að hitta þennann gæja sem er að breyta reglunum helst í myrkri, það er verið að eyðileggja leikinn finnst mér persónulega. En dómararnir í kvöld eins og alltaf missa af einhverju og eru með eitthvað vitlaust eins og við hinir.“Einar Árni: Menn eru meiddir og ælandi inni í klefa Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs, lét mótanefnd heyra það eftir leik en var að sama skapi mjög stoltur af sínum mönnum. „Gríðarlega stoltur af mínum mönnum og gæti ekki verið mikið meira stoltari í þessari ömurlegri stöðu með allt sem hefur á gengi,“ sagði Einar Árni. „Ég verð að nota tækifærið og lýsa vanþakklæti mínu á störf mótanefndar að bjóða okkur að spila þennan leik á þessum tímapunkti og afleiðingarnar eftir því menn meiddir hérna og ælandi inn í klefa. Að því sögðu er ég ótrúlega stoltur af drengjunum,“ sagði Einar Árni eftir leikinn í kvöld X