Jón Daði: Frábært að hjálpa okkur að taka skref í átt að HM Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:12 Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35
Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30