Jón Daði: Frábært að hjálpa okkur að taka skref í átt að HM Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2017 21:12 Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, maður leiksins gegn Tyrkjum í kvöld, var eðlilega ánægður en hélt sig á jörðinni í samtali við Vísi í leikslok. Selfyssingurinn var ánægður með sinn leik. „Ég er bara í núllinu. Það er er einn leikur eftir og maður er strax farinn að hugsa um hann,” sagði Jón Daði í kvöld. „Auðvitað er frábært að vinna Tyrki 3-0 á útivelli. Það koma ekkert mörg lið hingað og sækja þrjú stig, hvað þá 3-0. Frábært.” „Við vissum að pressan væri mest á þeim. Þeir urðu að vinna, við þurftum að vinna líka, en þeir á heimavelli og kröfur stuðningsmanna þeirra eru miklar á þá að vinna þennan leik.” „Ef hlutirnir ganga ekki upp þá fara stuðningsmenn að púa á þá og sýna þannig að þeir séu ekki sáttir. Það hjálpaði okkur og mér fannst við klókir að stjórna tímanum og halda boltanum. Mér fannst skipulagið vera tipp-topp í dag.” Jón Daði var frábær í kvöld; hann lagði upp tvö mörk, var sívinnandi og eðlilega var hann maður leiksins að mati Vísis í leikslok. Hann var ánægður með sinn leik. „Það er mikilvægt að þegar mörkin eru ekki til staðar að sýna aðra hluti og ég veit að það er mikið í mínum leik annað en mörk. Það er frábært að eiga þennan fína leik í dag og hjálpa okkur að taka annað skref í átt að HM.” Einn leikur er eftir í riðlinum og það er gegn Kósóvó hér heima á mánudag. Sigri Ísland hann fer liðið á HM 2018 í Rússlandi. Jón Daði var sammála að eitt verkefni væri eftir: „Það er bara þannig. Þetta er mjög spennandi og það er mikilvægt að núllstilla okkur strax. Það er langt flug framundan og það er mikilvægt að menn næri sig vel og endurheimti sem fyrst. Síðan stefnum við á toppleik heima,” sagði Jón Daði að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35 Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Twitter í hálfleik: Jón Daði myndi standa af sér fólskulega líkamsárás Twitter er gjörsamlega á hliðinni eftir frábæran fyrri hálfleik strákanna okkar gegn Tyrkjum í Tyrklandi, en leikurinn er liður í undankeppni HM 2018 sem fer fram í Rússlandi. 6. október 2017 19:35
Einkunnir eftir sigurinn í Tyrklandi: Jón Daði maður leiksins Ísland vann stórbrotinn sigur á Tyrklandi í kvöld, en leiknum lauk með 3-0 sigri Íslands. Jóhann Berg Guðmundsson, Birkir Bjarnason og Kári Árnason skoruðu mörk Íslands og liðið hefur því tryggt sér að minnsta kosti umspilssæti. 6. október 2017 20:42
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-3 | Frábær frammistaða í Eskisehir og Ísland einum sigri frá sæti á HM Stund sannleikans er runnin upp í Tyrklandi þar sem strákarnir okkar sækja Tyrki heim á einn erfiðasta útivöll heims. Okkar menn þurfa helst að fá eitthvað úr leiknum. 6. október 2017 20:30