Trump vekur furðu aðstoðarmanna og fjölmiðla með óljósri viðvörun Kjartan Kjartansson skrifar 6. október 2017 21:56 VIðstaddir vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar Trump gaf út torræða viðvörun um að stormur væri í vændum. Vísir/AFP Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti. Donald Trump Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira
Engar skýringar hafa enn fengist á því hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti átti við þegar hann sagði að fundur með herforingjum í dag hafi verið „lognið á undan storminum“. Hvorki aðstoðarmenn hans né fjölmiðlar hafa fengið botn í ummælin. Þegar Trump bauð fréttamönnum inn í borðstofu í Hvíta húsinu þar sem hann var að fara að snæða með hópi herforingja spurði hann hópinn hvort þeir vissu fyrir hvað herforingjarnir stæðu, að því er segir í frétt New York Times. „Kannski er þetta lognið á undan storminum,“ svaraði forsetinn þegar blaðamaður bað hann um að skýra spurninguna frekar. Þegar blaðamenn gengu á hann um hvað það þýddi svaraði Trump aðeins „Þið munið komast að því“.Mögulega ekkert annað en látalætiLeiddi þessi óljósa viðvörun til vangaveltna um hvort að bandarísk stjórnvöld hygðu á einhvers konar hernaðaraðgerðir. Trump hefur um nokkurt skeið látið í veðri vaka að hann gæti beitt herafli gegn Norður-Kóreu. Þá hafa fregnir borist af því að hann ætli að rifta kjarnorkusamkomulagi við Írani sem gæti leitt til þess að Bandaríkin hefji aftur refsiaðgerðir gegn þeim. New York Times segir að aðstoðarmenn forsetans hafi ekki haft hugmynd um hvað Trump átti við með þessum orðum. Blaðið gerir að því skóna að ummæli forsetans hafi mögulega ekki verið annað en látalæti.
Donald Trump Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Sjá meira