Jói Berg: Strákarnir orðnir þreyttir á að gera grín að markaleysinu Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 22:06 „Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
„Þetta var örugglega einn sá stærsti sigur í sögu íslensks fótbolta að fara á svona sterkan útivöll, auðvitað gerðum við magnaða hluti á EM, að vinna England var mjög stórt, og þetta er líklega nálægt því,“ sagði landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson sem skoraði eitt af mörkunum þremur í sigri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Tyrkjum í kvöld. „Þetta kemur okkur í þessa frábæru stöðu sem við vildum vera í, að hafa þetta í okkar höndum, og þannig viljum við hafa það,“ sagði Jóhann Berg en með sigrinum er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils eftir að Króatar gerðu jafntefli við Finna á heimavelli sínum í kvöld. Hann sagði það hafa verið mikilvægt að ná inn marki snemma, þegar hann var spurður út í mark sitt í kvöld. „Það hjálpaði okkur því þá þurftu þeir að sækja og fara framar á völlinn. Þá fengum við enn fleiri færi. Að vinna Tyrki þrjú núll er ansi magnað og sýnir hversu ótrúlegir við erum.“ Mark Jóhanns Bergs var fyrsta mótsmark hans með landsliðinu í um fjögur ár og var hann spurður hvort félagar hans hefðu verið farnir að gera grín að markaþurrðinni svaraði hann því játandi en að þeir hefðu gefist upp á því með tímanum enda nánast búnir upp vonina um mark frá honum með landsliðinu í mótsleik. „En ég reyni að hjálpa liðinu í öllu því sem ég geri, hvort sem með að leggja upp mörk eða vinna varnarvinnu sem ég hef þurft að gera líka á tímabili. En það er ekkert betra en að skora mark og sérstaklega í svona stórum og mikilvægum leik.“ Hann sagði skipulagið hafa heppnast nánast upp á tíu, liðið hefði geta haldið boltanum betur á köflum. „Kósóvó er næst og það er en stærri leikur. Ef við vinnum þá erum við komnir á HM.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira