Bandaríkin á leið niður „dimman veg“ undir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2017 10:41 Biden var varafoseti og náinn vinur Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Vísir/AFP Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Donald Trump Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti sé að leiða landið niður „dimman veg“ einangrunar á alþjóðavísu. „Við höfum virkilega áhyggjur af því að við séum á leið niður afar dimman veg. Það er ekki hræðsluáróður. Við erum að fara niður afar dimman veg sem einangrar Bandaríkin á heimssviðinu og þarf af leiðandi setur það hagsmuni Bandaríkjanna og bandarísku þjóðina í hættu frekar en að styrkja hana,“ sagði Biden við verðlaunaafhendingu í Washington-borg á fimmtudag. Þrátt fyrir þessa svörtu sýn á stöðu Bandaríkjanna nefndi Biden Trump aðeins á nafn nokkrum sinnum í ræðu sinni. Lýsti hann forsetanum sem „kjaftaski“ sem hefði alið á verstu hvötum Bandaríkjanna til að komast í embætti. Hann ógnaði nú áratugagömlum bandalögum sem Bandaríkin hefðu myndað, að því er segir í frétt CNN-fréttastöðvarinnar. „Skírskotun lýðskrums og þjóðernishyggju er sírenusöngur, leið fyrir kjaftaska að auka völd sín, setja sjálfan sig á stall, brjóta niður tækin sem eru hönnuð í stjórnarskrá okkar til takmarka misbeitingu valds og að heimurinn sé settur úr jafnvægi,“ sagði Biden.Vísbending um að Biden og Trump taki beinni afstöðu gegn TrumpLíkti hann uppnefnum Trump í garð Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu og herskárrar orðræðu forsetans við þá sem var ríkjandi í aðdraganda heimsstyrjaldanna á 20. öld. Trump hefur ítrekað uppnefnt Kim „litla eldflaugarmanninn“. „Að skiptast á fúkyrðum. Að setja fram niðrandi viðurnefndi. Að hóta því að „gereyða“ landi þar sem 25 milljónir manna búa. Svona óstöðugar aðgerðir gera ástandið aðeins verra og eyðir möguleikanum á viðræðum og eykur hættuna á átökunum,“ sagði Biden. Varaforsetinn fyrrverandi og Barack Obama, fyrrverandi forseti, hafa fram að þessu verið tregir til að gagnrýna Trump með beinum hætti. Ræða Biden þykir benda til þess að sú stefna þeirra gæti verið að breytast. Orðrómar hafa verið um að Biden gæti jafnvel boðið sig fram í forvali demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020.
Donald Trump Mest lesið Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Erlent Fleiri fréttir Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Sjá meira