Fótbolti

Neymar vill Barcelona úr Meistaradeildinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar Vísir/Getty
Brasilíska stórstjarnan Neymar vill að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmi Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu vegna peningadeilna milli hans og félagsins.

Neymar yfirgaf Barcelona fyrir franska liðið PSG í sumar fyrir sögulegar 222 milljónir evra.

Samkvæmt honum og hans teymi þá skuldar spænska félagið honum um 25 milljónir evra í viðbótargreiðslur sem um var samið.

Félagið neitar að borga greiðslurnar og vilja í staðinn að Neymar borgi þeim til baka bónusgreiðslu sem hann fékk fyrir að endurnýja samning sinn við Barcelona síðasta haust.

Þar sem þessar deilur eru enn óleystar á Neymar að hafa biðlað til UEFA um að fella Barcelona úr Meistaradeildinni. Ekkert svar við beiðninni hefur hins vegar borist frá sambandinu.

Barcelona hefur fimm sinnum hampað Evrópumeistaratitlinum, síðast árið 2015. Barcelona hefur unnið báða leiki sína í riðlakeppninni til þessa þetta tímabilið og eru á toppi D-riðils.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×