Gylfi maður leiksins í sigrinum sögulega á Kósóvó: Einkunnir strákanna í kvöld 9. október 2017 21:08 Gylfi Þór Sigurðsson á ferðinni í kvöld. Vísir/Eyþór Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Íslenska fótboltalandsliðið tryggði sér í kvöld sæti á heimsmeistaramótinu í Rússlandi sumarið 2018 með 2-0 sigri á Kósóvó í lokaleik riðilsins. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum en íslenska liðið spilaði yfirvegað og af mikilli skynsemi í kvöld. Íslenska liðið átti mjög góðan leik, í heild sinni, en Gylfi Þór Sigurðsson var valinn maður leiksins af Vísi. Gylfi skoraði fyrra markið og lagði síðan upp það síðara fyrir Jóhann Berg sem var líka frábær í kvöld. Einkunnir má lesa hér að neðan sem og umsögn um hvern og einn.Byrjunarlið:Hannes Þór Halldórsson, markvörður 7 Þurfti lítið að verja annan leikinn í röð enda varnarleikur liðsins búinn að vera frábær. Mjög traustur í teignum og lenti í engum vandræðum á rennblautum vellinum. Sparkaði vel.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Varðist vel en hefði mátt vera beittari fram á við.Kári Árnason, miðvörður 8 Öflugur í loftinu að vanda og gekk frá turninum í framlínu Kósóvó manna eins og honum einum er lagið. Skilaði boltanum vel frá sér.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Samstarf hans og Kára frábært að vanda. Nokkur lykilstopp í teignum þegar gestirnir ógnuðu eitthvað.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var mjög fastur fyrir og lét gestina finna til tevatnsins. Fyrirgjafirnar ekkert sérstakar en tæklaði vel og varðist vel.Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður 9 Frábær leikur hjá Jóa Berg sem spilaði sinn besta leik frá því í Bern. Var virkilega sókndjarfur, lék á menn hægri vinstri og skoraði gott mark.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 9 Fyrirliðinn afskaplega traustur og yfirvegaður inn á miðjunni að vanda. Átti sérstaklega góðan dag þegar kom að sendingum, sérstaklega lengri sendingum fram völlinn sem komu sóknum af stað.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 9 Besti fótboltamaðurinn á vellinum sýndi gæði sín enn og aftur. Skoraði mikilvæga markið sem braut ísinn og “bossaði” svo miðjuna með stæl. Magnaður leikmaður.Emil Hallfreðsson, miðjumaður 8 Tók frábærlega við bolta inn á miðjunni og lenti eiginlega aldrei í vandræðum. Góður að finna menn í hlaup á kantinum og vinnur mikið af boltum til baka.Birkir Bjarnason, vinstri kantmaður 7 Átti misjafnan leik í kvöld en var duglegur að vanda. Hefði mátt gera meira framr á við.Jón Daði Böðvarsson, framherji 7 Mjög vinnusamur en kom ekki alveg jafnmikið út úr því og í Tyrklandi. Var skipt út af snemma í seinni hálfleik.Varamenn:Alfreð Finnbogason - (Kom inn á fyrir Jón Daða Böðvarsson á 61. mínútu) 7 Hélt bolta vel og tengdi vel við Gylfa frammi þar sem plássi var orðið aðeins meira. Sinnti varnarvinnu vel.Sverrir Ingi Ingason - (Kom inn á fyrir Aron Einar Gunnarsson á 79. mínútu) - Spilaði ekki nóg
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira