Trump reynir að sprauta adrenalíni í nýtt heilbrigðisfrumvarp repúblikana Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2017 15:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag á Twitter eftir því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins styðji við nýja tilraun flokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. Þingmaðurinn Rand Paul hefur lýst yfir mikilli andstöðu sinni við frumvarpið og er hann helsti andstæðingur þess. Trump tísti í dag og sagði að þrátt fyrir að Rand Paul væri vinur hans, hefði þingmaðurinn verið mjög neikvætt afl varðandi tilraunir repúblikana til þess að „laga“ heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna. Þá hvatti hann þingmenn til að standa við loforð sín að fella niður Obamacare og sagði: „peningar beint til ríkjanna!“Rand Paul is a friend of mine but he is such a negative force when it comes to fixing healthcare. Graham-Cassidy Bill is GREAT! Ends Ocare!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 20, 2017 I hope Republican Senators will vote for Graham-Cassidy and fulfill their promise to Repeal & Replace ObamaCare. Money direct to States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 20, 2017 Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd.Sjá einnig: Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul. Þingmenn hafa notað það að frumvarpið veiti ríkjum meira frelsi varðandi heilbrigðisþjónustu til þess að rökstyðja stuðning sinn við það. Þeir virðast þó ekki vita mikið meira um frumvarpið, ef marka má viðtöl sem blaðamaður Vox tók við níu þingmenn sem styðja frumvarpið.Samþykkja verður frumvarpið fyrir þann 30. september, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins. Þrátt fyrir að hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, hafi ekki lokið við úttekt á áhrifum frumvarpsins á heilbrigðiskerfið og sjúkratryggingar í Bandaríkjunum, halda þingmennirnir því fram að engir ættu að missa sjúkratryggingar sínar. Spár CBO um eldri frumvörp repúblikana spáðu því að 22 milljónir manna myndu missa tryggingar sínar og sérfræðingar telja að talan verði líklegast hærri verði nýjasta frumvarpið að lögum. Þegar fyrri frumvörp lágu fyrir sögðu repúblikanar að verð trygginga myndi lækka, en CBO sagði að þau myndu hækka. Hópur ríkisstjóra, sem tilheyra bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, lýstu í dag yfir andstöðu sinni við frumvarpið og það hafa fjölmörg samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga einnig gert.Kimmel mættur aftur Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel lét til sín taka í þætti sínum í gær, eins og hann gerði í maí. Þá þurfti nýfæddur sonur hans að fara í hjartaaðgerð.Sjá einnig: Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu. Að þessu sinni sagði Kimmel að Bill Cassidy, sem samdi frumvarpið, hafa logið upp í opið geðið á sér. Eftir aðgerð sonar Kimmel fór Cassidy víða um í fjölmiðlum og sagði að hann myndi ekki styðja heilbrigðisfrumvarp nema það stæði eitthvað sem hann kallaði „Jimmy Kimmel-prófið“. Það var í grunninn að engin fjölskylda ætti ekki að fá heilbrigðisþjónustu ef það hefði ekki efni á því. „Ég spyr, stenst það Jimmy Kimmel-prófið? Myndi barn með hjartagalla fá þá heilbrigðisþjónustu sem hún eða hann þyrfti á að halda. Ég vil að nýtt frumvarp standist Jimmy Kimmel-prófið,“ sagði Cassidy á CNN á sínum tíma. Hann sagði slíkt hið sama við Kimmel sjálfan.Cassidy var í viðtali við CNN í dag þar sem hann sagði að honum þætti leitt að Jimmy Kimmel skildi ekki frumvarpið og hvatti hann til þess að lesa það. „Fleiri verða tryggðir undir þessu frumvarpi en í núverandi ástandi. Allir óttast breytingar. Jafnvel þær séu til hins betra, þau vilja ekki breytingar," sagði Cassidy. Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði í dag á Twitter eftir því að öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins styðji við nýja tilraun flokksins til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. Þingmaðurinn Rand Paul hefur lýst yfir mikilli andstöðu sinni við frumvarpið og er hann helsti andstæðingur þess. Trump tísti í dag og sagði að þrátt fyrir að Rand Paul væri vinur hans, hefði þingmaðurinn verið mjög neikvætt afl varðandi tilraunir repúblikana til þess að „laga“ heilbrigðisþjónustu Bandaríkjanna. Þá hvatti hann þingmenn til að standa við loforð sín að fella niður Obamacare og sagði: „peningar beint til ríkjanna!“Rand Paul is a friend of mine but he is such a negative force when it comes to fixing healthcare. Graham-Cassidy Bill is GREAT! Ends Ocare!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 20, 2017 I hope Republican Senators will vote for Graham-Cassidy and fulfill their promise to Repeal & Replace ObamaCare. Money direct to States!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 20, 2017 Frumvarpið sem er nú til umræðu var samið af þeim Lindsey Graham og Bill Cassidy. Það felur í sér að veita einstökum ríkjum mikið frelsi um hvernig fjármunum frá alríkinu yrði varið. Þá myndi frumvarpið meðal annars fella niður tryggingakerfi sem gengur undir nafninu Medicaid og snýr að því að tryggja aldraða, fatlaða og fátæka. Þar að auki myndi frumvarpið færa fjármuni frá þeim ríkjum sem notast frekar við Obamacare til ríkja sem notast lítið við kerfið. Í grunninn myndi frumvarpið taka peninga frá ríkjum þar sem demókratar eru við völd og færa þá til ríkja þar sem repúblikanar eru við völd.Sjá einnig: Gera aðra tilraun til að slökkva á öndunarvél Obamacare. Það er ein af helstu ástæðunum fyrir því að þingmaðurinn Rand Paul er á móti frumvarpinu. „Ég held að þetta sé bara leikur þar sem repúblikanar taka peninga frá ríkjum demókrata. Hvað gerist ef demókratar komast svo til valda,“ sagði Paul. Þingmenn hafa notað það að frumvarpið veiti ríkjum meira frelsi varðandi heilbrigðisþjónustu til þess að rökstyðja stuðning sinn við það. Þeir virðast þó ekki vita mikið meira um frumvarpið, ef marka má viðtöl sem blaðamaður Vox tók við níu þingmenn sem styðja frumvarpið.Samþykkja verður frumvarpið fyrir þann 30. september, þar sem þingreglur segja til um að ekki verði hægt að leggja fram frumvörp sem snúa að sköttum og fjárlögum ríkisins. Þrátt fyrir að hin sjálfstæða stofnun Congressional Budget Office, sem er nokkurs konar ríkisendurskoðun Bandaríkjanna, hafi ekki lokið við úttekt á áhrifum frumvarpsins á heilbrigðiskerfið og sjúkratryggingar í Bandaríkjunum, halda þingmennirnir því fram að engir ættu að missa sjúkratryggingar sínar. Spár CBO um eldri frumvörp repúblikana spáðu því að 22 milljónir manna myndu missa tryggingar sínar og sérfræðingar telja að talan verði líklegast hærri verði nýjasta frumvarpið að lögum. Þegar fyrri frumvörp lágu fyrir sögðu repúblikanar að verð trygginga myndi lækka, en CBO sagði að þau myndu hækka. Hópur ríkisstjóra, sem tilheyra bæði Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum, lýstu í dag yfir andstöðu sinni við frumvarpið og það hafa fjölmörg samtök lækna, sjúkrahúsa og sjúklinga einnig gert.Kimmel mættur aftur Þáttastjórnandinn Jimmy Kimmel lét til sín taka í þætti sínum í gær, eins og hann gerði í maí. Þá þurfti nýfæddur sonur hans að fara í hjartaaðgerð.Sjá einnig: Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu. Að þessu sinni sagði Kimmel að Bill Cassidy, sem samdi frumvarpið, hafa logið upp í opið geðið á sér. Eftir aðgerð sonar Kimmel fór Cassidy víða um í fjölmiðlum og sagði að hann myndi ekki styðja heilbrigðisfrumvarp nema það stæði eitthvað sem hann kallaði „Jimmy Kimmel-prófið“. Það var í grunninn að engin fjölskylda ætti ekki að fá heilbrigðisþjónustu ef það hefði ekki efni á því. „Ég spyr, stenst það Jimmy Kimmel-prófið? Myndi barn með hjartagalla fá þá heilbrigðisþjónustu sem hún eða hann þyrfti á að halda. Ég vil að nýtt frumvarp standist Jimmy Kimmel-prófið,“ sagði Cassidy á CNN á sínum tíma. Hann sagði slíkt hið sama við Kimmel sjálfan.Cassidy var í viðtali við CNN í dag þar sem hann sagði að honum þætti leitt að Jimmy Kimmel skildi ekki frumvarpið og hvatti hann til þess að lesa það. „Fleiri verða tryggðir undir þessu frumvarpi en í núverandi ástandi. Allir óttast breytingar. Jafnvel þær séu til hins betra, þau vilja ekki breytingar," sagði Cassidy.
Donald Trump Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Sjá meira