Undir trénu verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2017 10:56 Sigurður Sigurjónsson, Steindi og Edda Björgvins á rauðadreglinum í Feneyjum. vísir/getty Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) kusu í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær, 20. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Undir trénu. Kosið var á milli fjögurra íslenska kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku akademíunnar til keppni um erlenda Óskarinn. Umræddar kvikmyndir voru:Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars GuðmundssonarUndir Trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðassonar Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar A Reykjavik Porno í leikstjórn Graeme MaleyUndir Trénu er framleidd af Grímari Jónssyni , Sindra Páli Kjartanssyni og Þóri Snæ Sigurjónssyni fyrir framleiðslufyrirtækið Netop Films. Handritið er eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð. Myndir segir frá Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Leikarar myndarinnar hafa verið lofaðir en athyglin kemur ekki síður til vegna sögu sem þykir mjög óvenjuleg svo eftir er tekið. Hún er um leið alþjóðleg og snertir á eðli og atferli nútímafólks óháð uppruna. Undir trénu var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum þar sem hið virta Bandaríska dreifingarfyrirtæki Magnolia keypti réttinn að myndinni þar vestra. Hún var frumsýnd á Íslandi í byrjun september við mjög góðar undirtektir og hefur vakið mikla athygli og umtal alls staðar þar sem hún hefur komið við. Undir trénu verður nú sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim og fjölmörg dreifingarfyrirtæki hafa þegar tryggt sér myndina. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar eru tæplega 500 talsins. Þetta er í 38. sinn sem Ísland sendir framlag til Óskarsverðlaunanna, en íslenskar myndir hafa tvisvar verið tilnefndar í úrslit; kvikmyndin Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson árið 1991 og stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson árið 2006. Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Undir trénu aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi 18.000 manns hafa séð kvikmyndina Undir trénu sem hefur fengið lofsamlegar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda. 19. september 2017 14:30 Steindi fór hamförum í Toronto: „Gísli Marteinn myndi fá standpínu ef hann væri hérna“ Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. 13. september 2017 10:30 Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“ Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur. 7. september 2017 10:30 Steindi með sjóriðu í Feneyjum: „Okkur leið eins og Hollywood stjörnum“ Steinþór Hróar Steinþórsson leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Undir trénu en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. 1. september 2017 11:30 Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. 31. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðssonar verður framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2018. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) kusu í rafrænni kosningu sem lauk á miðnætti í gær, 20. september. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum Undir trénu. Kosið var á milli fjögurra íslenska kvikmynda sem uppfylltu skilyrði bandarísku akademíunnar til keppni um erlenda Óskarinn. Umræddar kvikmyndir voru:Hjartasteinn í leikstjórn Guðmundar Arnars GuðmundssonarUndir Trénu í leikstjórn Hafsteins Gunnars Sigurðassonar Ég man þig í leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar A Reykjavik Porno í leikstjórn Graeme MaleyUndir Trénu er framleidd af Grímari Jónssyni , Sindra Páli Kjartanssyni og Þóri Snæ Sigurjónssyni fyrir framleiðslufyrirtækið Netop Films. Handritið er eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson og Huldar Breiðfjörð. Myndir segir frá Agnesi sem grípur Atla við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi. Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik. Leikarar myndarinnar hafa verið lofaðir en athyglin kemur ekki síður til vegna sögu sem þykir mjög óvenjuleg svo eftir er tekið. Hún er um leið alþjóðleg og snertir á eðli og atferli nútímafólks óháð uppruna. Undir trénu var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum og var einnig sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto á dögunum þar sem hið virta Bandaríska dreifingarfyrirtæki Magnolia keypti réttinn að myndinni þar vestra. Hún var frumsýnd á Íslandi í byrjun september við mjög góðar undirtektir og hefur vakið mikla athygli og umtal alls staðar þar sem hún hefur komið við. Undir trénu verður nú sýnd á kvikmyndahátíðum um allan heim og fjölmörg dreifingarfyrirtæki hafa þegar tryggt sér myndina. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar eru tæplega 500 talsins. Þetta er í 38. sinn sem Ísland sendir framlag til Óskarsverðlaunanna, en íslenskar myndir hafa tvisvar verið tilnefndar í úrslit; kvikmyndin Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson árið 1991 og stuttmyndin Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson árið 2006.
Bíó og sjónvarp Óskarinn Tengdar fréttir Undir trénu aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi 18.000 manns hafa séð kvikmyndina Undir trénu sem hefur fengið lofsamlegar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda. 19. september 2017 14:30 Steindi fór hamförum í Toronto: „Gísli Marteinn myndi fá standpínu ef hann væri hérna“ Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. 13. september 2017 10:30 Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“ Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur. 7. september 2017 10:30 Steindi með sjóriðu í Feneyjum: „Okkur leið eins og Hollywood stjörnum“ Steinþór Hróar Steinþórsson leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Undir trénu en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. 1. september 2017 11:30 Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. 31. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Undir trénu aðsóknarmesta kvikmyndin á Íslandi 18.000 manns hafa séð kvikmyndina Undir trénu sem hefur fengið lofsamlegar viðtökur bæði gagnrýnenda og áhorfenda. 19. september 2017 14:30
Steindi fór hamförum í Toronto: „Gísli Marteinn myndi fá standpínu ef hann væri hérna“ Undir trénu, nýjasta kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, hefur verið valin til þátttöku á Toronto kvikmyndahátíðinni í Kanada. 13. september 2017 10:30
Bransinn lofsamar Undir trénu: „Ein besta íslenska kvikmynd sem ég hef séð“ Sérstök hátíðarfrumsýning var á Undir trénu á þriðjudagskvöldið í Háskólabíói og fékk kvikmyndin góðar viðtökur. 7. september 2017 10:30
Steindi með sjóriðu í Feneyjum: „Okkur leið eins og Hollywood stjörnum“ Steinþór Hróar Steinþórsson leikur eitt aðalhlutverkið í kvikmyndinni Undir trénu en hún var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. 1. september 2017 11:30
Edda Björgvins ausin lofi í Feneyjum Kvikmyndin Undir trénu verður frumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í dag og virðist hún fá mjög góðar viðtökur meðal gagnrýnanda. 31. ágúst 2017 13:30