Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. september 2017 19:24 Sigríður Anderson dómsmálaráðherra svaraði spurningum á opnum fundi stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis á þriðjudag. Vísir/Anton Brink Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“ Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir formönnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. Hún segist bjartsýn á að samstaða náist á þingi um málið þrátt fyrir að illa hafi gengið að ákveða hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar. „Þetta er í þeim anda sem ég hef kynnt varðandi mína sýn á þetta, hvernig hægt er að koma þessu fyrir með öðrum hætti,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Sigríður kynnti hugmyndir um breytingar á lögunum fyrst á opnum fundi sínum með allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis í lok ágúst. Nokkrar starfstéttir krefjast þess að menn séu með óflekkað mannorð til að hljóta starfsréttindi. Sem dæmi má nefna lögmenn og þingmenn. Því er ljóst að breyta þarf fjölmörgum lagabálkum sem kveða á um að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gegnt ýmsum störfum og embættum, fari það svo að heimildin til að veita uppreist æru verði alfarið afnumin eins og Sigríður hyggst leggja til. „Ég ætla að tala um að það sé í rauninni heppilegast að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru en breyta um leið ákvæðum fjölmargra annarra laga er lúta að borgararéttindum. Þannig það sé gert skýrt í lögum með hvaða hætti menn öðlast aftur borgararéttindi. Það getur verið með mismunandi hætti á hverjum tíma. Þessi vinna hefur staðið yfir í ráðuneytinu og henni er ekki lokið. En ég mun á morgun leggja fram frumvarp sem er að mínu mati mikilvægt skref í þessa átt.“Bjartsýn á samstöðu í málinu Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur í vikunni fundað með formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það markmið að ákveða hvaða mál skuli tekin fyrir á Alþingi áður en gengið verður til kosninga þann 28. október. Aðspurð segist Sigríður bjartsýn á að menn komi sér saman um að afgreiða mál er varða uppreist æru. „Ég hef ekki heyrt annað en að það sé mikil og góð samsatða um það að það þurfi að breyta lögum og ákvæðum er varða uppreist æru. Þótt að ég hafi ekki, þrátt fyrir að hafa kallað nokkuð eftir því við þingmenn, að menn komi með sýnar hugmyndir þá hef ég ekki heyrt neinar tillögur en ég hef heldur ekki heyrt annað en ánægju með þá sýn sem ég hef kynnt,“ segir Sigríður. „Þannig að ég á ekki von á öðru en það gæti náðst samstarfa um þetta skref nú fyrir kosningar. Ef menn á annað borð ætla að kalla saman þingfund. Sem er ekki sjálfgefið en ef menn ætla að gera það þá held ég að þetta sé það mál sem helst væri hægt að ná samstöðu um og ég tel að það væri ánægjulegt ef að þingið næði samstöðu um það.“
Uppreist æru Tengdar fréttir Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45 Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Segir niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í samræmi við það sem hún hefur haldið fram „Þetta kemur ekki á óvart,“ segir dómsmálaráðherra. 21. september 2017 15:56
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Svandís segir stjórnskipunarnefnd verða að afgreiða uppreist æru Varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir nefndina verða að taka með einhverjum hætti á málefnum uppreistar æru fyrir kosningar og búa svo um hnútana að málið komi til meðferðar hjá Alþingi strax að loknum kosningum. 21. september 2017 13:45
Nauðsynlegt að endurskoða reglur um framlagningu skjala fyrir ríkisstjórn Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur að nauðsynlegt að taka til endurskoðunar reglur um framlagningu skjala og minnisblaða fyrir ríkisstjórn 21. september 2017 18:22