Hin látna og annar mannanna bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2017 08:23 Frá vettvangi á Hagamel í gærkvöldi. vísir/kolbeinn tumi Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Tveir menn eru enn í haldi lögreglunnar grunaðir um að hafa orðið konu að bana í íbúð við Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. Þeir voru handteknir á vettvangi í gær en lögreglu barst útkall um alvarlega líkamsárás á tíunda tímanum. Lögregla og sjúkrabílar fóru þá á vettvang auk sérsveitarinnar sem tók þátt í aðgerðum. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi grunur sé um að áhaldi eða vopni hafi verið beitt við árásina og var konan flutt alvarlega slösuð á slysadeild. Grímur kveðst ekki geta tjáð sig um áverkana á konunni eftir árásina sem leiddi til dauða hennar. Hin látna er af erlendu bergi brotin og annar mannanna einnig. Hinn maðurinn er íslenskur. Konan og íslenski maðurinn bjuggu saman í íbúðinni við Hagamel að sögn Gríms. Hann segir að yfirheyrslur hafi farið fram í nótt að einhverju leyti en hefur ekki upplýsingar um hverjir nákvæmlega voru yfirheyrðir. Mennirnir tveir sem eru í haldi verða yfirheyrðir í dag. Ekki liggur fyrir hvort krafist verði gæsluvarðhalds yfir mönnunum en lögreglan má halda þeim í sólarhring án úrskurðar um gæsluvarðhald. Vilji lögreglan hafa þá lengur í haldi þarf að leggja fram kröfu um slíkt hjá dómstólum. Tæknideild lögreglu kom á vettvang í gærkvöldi og hefur vinna staðið þar yfir í nótt. Henni er ekki enn lokið.Uppfært klukkan 09:52Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að konan sem lést hafi verið á fimmtugsaldri. Þar segir einnig að íslenski maðurinn hafi verið sá sem bjó í húsinu en ekki sá erlendi. Hefur það verið uppfært í fréttinni að ofan.Tilkynningin í heild Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð látin á Landspítalanum í gærkvöld, en þangað var hún flutt eftir að hafa orðið fyrir líkamsárás í fjölbýlishúsi í vesturbæ Reykjavíkur. Lögreglu barst tilkynning um árásina kl. 21.38 og hélt þegar á staðinn. Tveir karlmenn voru handteknir á vettvangi, annar er erlendur ríkisborgari á fertugsaldri og var hann gestkomandi, en hinn er Íslendingur á þrítugsaldri og búsettur í húsinu. Konan sem lést bjó einnig í húsinu, en hún var af erlendu bergi brotin. Rannsókn lögreglu er skammt á veg komin og ekki er unnt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00 Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Manndráp á Melunum Tveir menn eru í haldi lögreglu og annar sér í lagi grunaður um líkamsárás sem leiddi til dauða konu í vesturbænum í kvöld. 21. september 2017 23:00
Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í Vesturbænum: Einn fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús Einn var fluttur alvarlega slasaður í lögreglufylgd á sjúkrahús í kvöld eftir lögregluaðgerðir í Vesturbæ Reykjavíkur. 21. september 2017 22:17