Innlent

Þórunn sækist eftir sæti Sigmundar

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Þórunn skipaði annað sæti listans fyrir kosningarnar á síðasta ári en fyrsta sætið skipaði Sigmundur
Þórunn skipaði annað sæti listans fyrir kosningarnar á síðasta ári en fyrsta sætið skipaði Sigmundur Vísir/Samsett
Þórunn Egilsdóttir þingflokksformaður Framsóknarflokksins tilkynnti í dag að hún hafi ákveðið að sækjast eftir fyrsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn skipaði annað sæti listans fyrir kosningarnar á síðasta ári en fyrsta sætið skipaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.

„Framundan eru alþingiskosningar. Þær snúast öðru fremur um trúverðugleika og traust í stjórnmálum. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til að leiða B-lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi. Ég er reiðubúin að vinna með öllu framsóknarfólki til að ná aftur sterkri stöðu flokksins í kjördæminu,“ skrifaði Þórunn á Facebook í dag.

„Meira en einn af hverjum þremur landsmönnum vill sjá Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Nýtum þann byr og að því vil ég vinna landi og þjóð til heilla.“

Sigmundur Davíð ætlar í framboð fyrir Framsóknarflokkinn og sagði í viðtali við Vísi á föstudag að í þessum kosningum sem framundan eru fælust ákveðin tækifæri.

„Þetta gefur tækifæri til þess að koma nokkrum gríðarlega mikilvægum málum, málum sem að mínu mati skipta máli, aftur á kjöl. Þar er ég að tala um hluti sem verið var að vinna að í ríkisstjórn þegar við Bjarni vorum saman í þessu. Hlutir eins og endurskipulagning fjármálakerfisins, vaxtamálið, bankamálin, viðureignin við vogunarsjóðina sem hafa leikið lausum hala núna og farið mikinn eftir að þessi stjórn tók við.“


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð ætlar aftur í framboð

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar ekki að tjá sig um framgöngu og ákvarðanir forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í málum varðandi uppreist æru, fyrr en búið væri að fara yfir þau mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×