Lífið

Kafbátaeigandinn Peter Madsen í einu aðalhlutverkinu

Guðný Hrönn skrifar
Peter Madsen er grunaður um að hafa banað blaðamanninum Kim Wall.
Peter Madsen er grunaður um að hafa banað blaðamanninum Kim Wall.

Heimildarmyndin Amateurs in Space (Viðvaningar í geimnum) sem sýnd verður á RIFF hefur vakið mikla athygli, sérstaklega í ljósi þess að danski kafbátaeigandinn Peter Madsen, sem er sakaður um að hafa myrt sænska blaðamann­inn, Kim Wall, um borð í kaf­báti sín­um í ágúst, er í stóru hlutverki í myndinni. Amateurs in Space er saga tveggja vina sem eiga sér þann draum að ferðast út í geim í heimagerðri geimflaug og Madsen er einn þeirra.

Heimildarmyndin Amateurs in Space verður sýnd á RIFF í september og október.

Leikstjóri Amateurs in Space, Max Kestner, hefur enn ekki tjáð sig um þá staðreynd að Madsen, ein aðalpersóna myndarinnar, sé grunaður um morð. „Ekki enn þá, við bíðum bara eftir yfirlýsingu frá honum um málið,“ segir Andrea Eyland, kynningarfulltrúi kvikmyndahátíðarinnar RIFF.

Þess má geta að Madsen neitar að hafa orðið Walls að bana en greindi frá því í vitnisburði fyrir dómara að Wall hefði látist af slysförum um borð í kafbátnum og að hann hafi hent líkinu fyrir borð í grennd við Køge-flóa. Hann situr í gæsluvarðhaldi til 3. október.

Amateurs in Space verður sýnd á RIFF í Háskólabíói þann 28. september og 7. október. Og í Norræna húsinu þann 5. október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×