Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2017 19:30 Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. Formennirnir virðast þó nokkuð samstíga varðandi frumvarp dómsmálaráðherra um afnám uppreistar æru í lögum fyrir kosningar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til eins af sínum síðustu fundum í Stjórnarráðshúsinu í dag, aðallega til að ræða EES gerðir sem nauðsynlegt var að afgreiða en auðvitað er ríkisstjórnin núna starfsstjórn. En dómsmálaráðherra kynnti einnig lítillega hugmyndir sínar um breytingar á lögum um uppreist æru og hvernig fólk geti aftur öðlast borgaraleg réttindi en þau mál voru síðan rædd á formannafundi í dag. Formennirnir fóru að tínast í alþingishúsiðhús rétt fyrir klukkan tvö til að ræða málin nánar við forseta Alþingis og freista þess að ná samkomulagi um þinglok og hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar og með hvaða hætti. Formennirnir funduðu í rúma eina og hálfa klukkustund en náðu ekki samkomulagi. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata virtist ekki vongóð um samkomulag að fundi loknum. „Fundi var frestað fram á mánudag. Þá kemur væntanlega í ljós hvort við náum endanlegu samkomulagi eða ekki,“ sagði Birgitta. Ef það tekst ekki gæti þing dregist á langinn þar sem baráttan um afgreiðslu mál yrði þá tekin í þingsal. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur að samkomulag geti náðst um niðurstöðu varðandi uppreisn æru. En hann leggur líka áherslu á að þingið bregðist við í útlendingamálum sem taki á vanda flóttabarna á Íslandi þótt hann sé ekki fyllilega sáttur við þær hugmyndir sem eru á borðinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brink„En við náum hugsanlega lendingu um afgreiðslu sem tryggir alla vega þeim börnum sem eru hér á landi, þessum tveimur sem mikið hefur verið rætt um, og öðrum sem eru í svipaðri stöðu nauðsynlega vernd.“Þannig að þau verði ekki rekin úr landi?„Nei, það ætla ég svo sannarlega að vona ekki,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stöðuna nú verða rædda í þingflokki.Hvernig líst þér á hugmyndir sitjandi dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru og þau mál öll?„Það er meðal þess sem ég ætla að fara yfir í mínum þingflokki á eftir. Við vorum bara að fá það frumvarp í hendurnar núna. En þetta virðist við fyrstu sýn vera í takt við það sem allir flokkar hafa verið að ræða.“Hvað gengur frumvarpið langt?„Það liggur fyrir að það tekur á hluta málsins. En það liggur líka fyrir að það er heilmikið verk óunnið til að ljúka þeirri vinnu,“ segir Katrín og vísar til þess að breyta þarf fjölda laga varðandi það hvernig fólk myndi öðlast borgaraleg réttindi á ný að aflokinni afplánun refsivistar.En í frumvarpi dómsmálaráðherra er gert ráð fyrir að uppreist æru verði afnumin. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt sé að ljúka þingstörfum á skömmum tíma. „Ég myndi vilja vinna að því að þingið þyrfti bara að koma saman í einn tvo daga og svo væri hægt að ganga til kosninga. En svo eru aðrir sem vilja berjast fyrir einhverjum einstaka málum. Það getur orðið mjög flókið að ljúka þinginu þegar þannig er,“ segir Bjarni. En hann hefur lagt tillögur fyrir hina formennina um aðferð við að breyta stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. „Jú því var nú upphaflega ágætlega tekið. Þetta var eingöngu um verklag. Engin efnisatriði sem voru inni í þessum tillögum. En mér sýnist að það sé að fjara undan því öllu saman.“Þannig að það gerist kannski ekkert varðandi stjórnarskrána fyrir kosningar?„Það er einmitt eitt af því sem við erum að ræða. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekkert að vera að hrófla við henni fyrir kosningar,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. Formennirnir virðast þó nokkuð samstíga varðandi frumvarp dómsmálaráðherra um afnám uppreistar æru í lögum fyrir kosningar. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kom saman til eins af sínum síðustu fundum í Stjórnarráðshúsinu í dag, aðallega til að ræða EES gerðir sem nauðsynlegt var að afgreiða en auðvitað er ríkisstjórnin núna starfsstjórn. En dómsmálaráðherra kynnti einnig lítillega hugmyndir sínar um breytingar á lögum um uppreist æru og hvernig fólk geti aftur öðlast borgaraleg réttindi en þau mál voru síðan rædd á formannafundi í dag. Formennirnir fóru að tínast í alþingishúsiðhús rétt fyrir klukkan tvö til að ræða málin nánar við forseta Alþingis og freista þess að ná samkomulagi um þinglok og hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar og með hvaða hætti. Formennirnir funduðu í rúma eina og hálfa klukkustund en náðu ekki samkomulagi. Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata virtist ekki vongóð um samkomulag að fundi loknum. „Fundi var frestað fram á mánudag. Þá kemur væntanlega í ljós hvort við náum endanlegu samkomulagi eða ekki,“ sagði Birgitta. Ef það tekst ekki gæti þing dregist á langinn þar sem baráttan um afgreiðslu mál yrði þá tekin í þingsal. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar telur að samkomulag geti náðst um niðurstöðu varðandi uppreisn æru. En hann leggur líka áherslu á að þingið bregðist við í útlendingamálum sem taki á vanda flóttabarna á Íslandi þótt hann sé ekki fyllilega sáttur við þær hugmyndir sem eru á borðinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brink„En við náum hugsanlega lendingu um afgreiðslu sem tryggir alla vega þeim börnum sem eru hér á landi, þessum tveimur sem mikið hefur verið rætt um, og öðrum sem eru í svipaðri stöðu nauðsynlega vernd.“Þannig að þau verði ekki rekin úr landi?„Nei, það ætla ég svo sannarlega að vona ekki,“ sagði Logi. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir stöðuna nú verða rædda í þingflokki.Hvernig líst þér á hugmyndir sitjandi dómsmálaráðherra varðandi uppreist æru og þau mál öll?„Það er meðal þess sem ég ætla að fara yfir í mínum þingflokki á eftir. Við vorum bara að fá það frumvarp í hendurnar núna. En þetta virðist við fyrstu sýn vera í takt við það sem allir flokkar hafa verið að ræða.“Hvað gengur frumvarpið langt?„Það liggur fyrir að það tekur á hluta málsins. En það liggur líka fyrir að það er heilmikið verk óunnið til að ljúka þeirri vinnu,“ segir Katrín og vísar til þess að breyta þarf fjölda laga varðandi það hvernig fólk myndi öðlast borgaraleg réttindi á ný að aflokinni afplánun refsivistar.En í frumvarpi dómsmálaráðherra er gert ráð fyrir að uppreist æru verði afnumin. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt sé að ljúka þingstörfum á skömmum tíma. „Ég myndi vilja vinna að því að þingið þyrfti bara að koma saman í einn tvo daga og svo væri hægt að ganga til kosninga. En svo eru aðrir sem vilja berjast fyrir einhverjum einstaka málum. Það getur orðið mjög flókið að ljúka þinginu þegar þannig er,“ segir Bjarni. En hann hefur lagt tillögur fyrir hina formennina um aðferð við að breyta stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. „Jú því var nú upphaflega ágætlega tekið. Þetta var eingöngu um verklag. Engin efnisatriði sem voru inni í þessum tillögum. En mér sýnist að það sé að fjara undan því öllu saman.“Þannig að það gerist kannski ekkert varðandi stjórnarskrána fyrir kosningar?„Það er einmitt eitt af því sem við erum að ræða. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum ekkert að vera að hrófla við henni fyrir kosningar,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Sjá meira