Bý til mína eigin dansa Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. september 2017 11:15 Elnu Mattínu finnst fallegast á Íslandi við Skógafoss og veit af gullkistu á bak við hann. Vísir/Eyþór Árnason Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að dansa ballett og hipphopp, spila á fiðluna mína, gera hárgreiðslur og teikna og ég er mjög mikill dýravinur. Mig langar mest af öllu í hvolp. Áttu þér uppáhaldslag? Uppáhaldslögin mín eru Áhrifin með Áttunni, B.O.B.A. með JóaPé og Króla, og Ég vil það með JóaPé og Chase. En uppáhaldssöngvara eða -söngkonu? Ég held mest upp á Sonju Rut Valdin í Áttunni. Er langt síðan þú byrjaðir í ballett? Ég byrjaði í Klassíska listdansskólanum þegar ég var að verða fjögurra ára. Æfir þú þig stundum að dansa heima? Já, ég bý til mína eigin dansa sem ég sýni fjölskyldunni við klassíska balletttónlist. Einu sinni fór mamma að gráta af því henni fannst dansinn svo fallegur. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Það skrítnasta var fyrir jólin 2015 þegar ég vaknaði um nótt og sá jólasvein teygja sig inn um gluggann minn til að setja mandarínu í skóinn. Ég þóttist vera sofandi og þorði ekki að segja neitt, því þá hefði honum getað brugðið og dottið niður úr stiganum sínum. Hvað gerðir þú skemmtilegast í sumar? Mér fannst skemmtilegast að fara á reiðnámskeið og í sumarbústað í Fnjóskadal. Þar er húsdýragarður sem heitir Dalalíf og þar mátti halda á kanínum. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Hjá Skógafossi. Mér finnst fossinn svo fallegur og það er oft regnbogi í honum. Það leynist líka gullkista á bak við Skógafoss. Ef ég næði henni, sem ég get alveg, mundi ég gefa öllum fátækum gullið. Krakkar Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Sjá meira
Elna Mattína Matthíasdóttir er átta ára nemandi í Hólabrekkuskóla. Henni finnst langskemmtilegast að læra stærðfræði. Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að dansa ballett og hipphopp, spila á fiðluna mína, gera hárgreiðslur og teikna og ég er mjög mikill dýravinur. Mig langar mest af öllu í hvolp. Áttu þér uppáhaldslag? Uppáhaldslögin mín eru Áhrifin með Áttunni, B.O.B.A. með JóaPé og Króla, og Ég vil það með JóaPé og Chase. En uppáhaldssöngvara eða -söngkonu? Ég held mest upp á Sonju Rut Valdin í Áttunni. Er langt síðan þú byrjaðir í ballett? Ég byrjaði í Klassíska listdansskólanum þegar ég var að verða fjögurra ára. Æfir þú þig stundum að dansa heima? Já, ég bý til mína eigin dansa sem ég sýni fjölskyldunni við klassíska balletttónlist. Einu sinni fór mamma að gráta af því henni fannst dansinn svo fallegur. Hvað er það skrítnasta sem hefur komið fyrir þig? Það skrítnasta var fyrir jólin 2015 þegar ég vaknaði um nótt og sá jólasvein teygja sig inn um gluggann minn til að setja mandarínu í skóinn. Ég þóttist vera sofandi og þorði ekki að segja neitt, því þá hefði honum getað brugðið og dottið niður úr stiganum sínum. Hvað gerðir þú skemmtilegast í sumar? Mér fannst skemmtilegast að fara á reiðnámskeið og í sumarbústað í Fnjóskadal. Þar er húsdýragarður sem heitir Dalalíf og þar mátti halda á kanínum. Hvar finnst þér fallegast á Íslandi? Hjá Skógafossi. Mér finnst fossinn svo fallegur og það er oft regnbogi í honum. Það leynist líka gullkista á bak við Skógafoss. Ef ég næði henni, sem ég get alveg, mundi ég gefa öllum fátækum gullið.
Krakkar Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Sjá meira