Ekki lausn að útskúfa kynferðisbrotamönnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 19:47 Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi. Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Mikilvægt er að kynferðisbrotamenn, sem og aðrir brotamenn, eigi möguleika á því að stíga út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun refsingar. Útskúfun geti leitt til þess að þeir leiðist aftur til afbrota. Framkvæmd uppreist æru undanfarin ár er þó ekki leiðin. Þetta er mat Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði, sem ræddi refsingar í kynferðisbrotamálum sem og uppreist æru í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Umræða um kynferðisbrotamenn og uppreist æru hefur farið hátt í samfélaginu undanfarna mánuði eftir að í ljós kom að dæmdum kynferðisbrotamönnum hafði verið veitt uppreist æra á grundvelli laga um slíkt.Hávær gagnrýni hefur komið fram á þessi lög og framkvæmd þeirra. Hyggst Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, leggja fram frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru. Stefnt er að því að afnema alfarið heimildina til að veita uppreist æru. Helgi tekur undir gagnrýnina á veitingu uppreist æru og segir að framkvæmd hennar innar stjórnsýslunnar sé vart boðleg. „Mér sýnist að þetta ferli allt saman sem er einhvern veginn að koma upp á yfirborðið núna, þetta eru tugir mála á síðustu árum sem allt saman orkar mjög tvímælis. Þetta er ekki stjórnsýsla sem við viljum hafa,“ sagði Helgi. Mikilvægt sé þó að binda þannig um hnútana að þeir afbrotamenn, kynferðisbrotamenn sem og aðrir, geti snúið aftur út í samfélagið eftir að refsing hefur afplánuð. „Þessir brotamenn sem brjóta af sér, hvort sem það eru kynferðisbrot eða önnur brot, þeir verða að eiga sér einhverja undankomu,“ segir Helgi. Sé það ekki gert sé hætta á því að þeir brjóti af sér á nýjan leik. „Við megum heldur ekki grípa til aðgerða af því tagi að þessir einstaklingar sem eru að brjóta af sér og koma aftur út í samfélagið, að þeir eigi sér ekki viðreisnar von. Þá erum við bara að plægja jarðveginn fyrir frekari brot, alveg örugglega biturð og að menn loki sig af og verði kannski bara baggi á þjóðinni í framtíðinni,“ segir Helgi.
Uppreist æru Tengdar fréttir Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30 „Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58 Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30 Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15 Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til. 19. september 2017 19:30
„Þöggunin er stærsta vopn gerandans“ Anna Signý Guðbjörnsdóttir segir að sér líði eins og dómur mannsins sem braut gegn henni hafi verið þurrkaður út en hann er fyrrum lögreglumaður sem fékk uppreist æru árið 2010. 22. september 2017 08:58
Umboðsmaður gæti tekið uppreist æru málið fyrir síðar Umboðsmaður Alþingis sér ekki ástæðu til að fara í frumkvæðisathugun vegna uppreist æru málsins á meðan framkvæmdavaldið og Alþingi vinna að úrbótum í þeim efnum. 21. september 2017 19:30
Umboðsmaður telur ekki þörf á að rannsaka embættisfærslur Sigríðar og Bjarna Þetta kom fram á lokuðum fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í dag þar sem Tryggvi mætti og ræddi reglur og framkvæmd við uppreist æru. 21. september 2017 14:15
Breytingar á lögum um uppreist æru kynntar á morgun Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mun á morgun kynna frumvarp um breytingu á lögum um uppreist æru fyrir förmonnum þeirra flokka sem sæti eiga á Alþingi. 21. september 2017 19:24