Hækkun í anda Salek ekki nóg fyrir flugvirkja Sveinn Arnarsson skrifar 23. september 2017 07:00 Flugvirkjar Icelandair vilja ríkulegri launahækkanir en örfá prósent. Stefnir því í hart á milli deiluaðila í samningaviðræðum í vetur. VÍSIR/VILHELM Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Mikið ber í milli í launadeilu Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair. Deilan hefur verið send til ríkissáttasemjara og fundað hefur verið í deilunni þar. Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara ekki hafa breytt miklu. Þar hafi aðilar helst verið að kynna sín sjónarmið og fara yfir málið í rólegheitum. Hann segir hugmyndir flugvirkja og Samtaka atvinnulífsins um launahækkanir vera mjög mismunandi.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA„Við erum með ákveðnar kröfur og kynntum þær. SA eru hörð á því að bjóða okkur launahækkanir sem miða við SALEK-samkomulagið sem er löngu dautt. Við munum ekki sætta okkur við það,“ segir Óskar en það sé nú stutt liðið á þessa samningagerð og því gæti nú allt gerst enn þá. „Þetta var nú bara fyrsti fundur og við skulum sjá hvað setur. Við erum allavega ekki farnir að hugsa það að leggja niður störf strax.“ Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir línu samtakanna alveg skýra. Á fundi samtaka atvinnulífsins á Akureyri í fyrradag talaði hann um að krafa væri uppi í þjóðfélaginu um ósjálfbærar launahækkanir í landinu. „Stundum er mikið svigrúm fyrir launahækkanir, stundum er lítið svigrúm fyrir launahækkanir. Það er alveg ljóst að það er ekkert svigrúm fyrir launahækkanir eins og staðan er í dag,“ segir Halldór Benjamín á fundinum. „Við verðum að verja þá kaupmáttaraukningu sem launafólk hefur fengið á síðustu árum, sem er á milli 20 og 30 prósent.“ Einnig sagði Halldór Benjamín að útflutningsfyrirtækin yrðu að vera leiðandi í verðmætasköpun og því hversu mikið svigrúm væri til launahækkana. Opinberir starfsmenn og kjararáð gætu ekki með nokkru móti verið leiðandi í launahækkunum í þessu landi. „Það var lítið sem gerðist á þessum fundi og ég mun boða aðila til fundar aftur innan tveggja vikna nema eitthvað sérstakt gerist í millitíðinni,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkfall flugvirkja Icelandair Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira