Stúlkurnar sem Robert Downey braut gegn: Vilja ekki taka þátt í pólitískum slag Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 23. september 2017 10:00 Glódís Tara, Halla Ólöf og Anna Katrín Snorradóttir tóku þátt í druslugöngunni í ár. Mynd/Aníta Eldjárn Þær Nína Rún Bergsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Glódís Tara hafa staðið saman og rætt málin sín á milli frá því í vor þegar í ljós kom að maðurinn sem beitti þær kynferðisofbeldi, Robert Downey, hefði hlotið uppreist æru. Þær segja Robert ekki hafa reynt að hafa samband við þær til að tjá iðrun eða játa brot sín síðan málið kom upp. „Ekkert hefur heyrst frá honum nema fyrst um sinn í gegnum lögfræðing hans Jón Steinar Gunnlaugsson og þá óbeint í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla,“ segir Anna. Þær nefna að hins vegar hafi nokkrir einstaklingar talað máli hans á opinberum vettvangi. „Og sagt okkur að hætta þessu væli og læra að fyrirgefa,“ segir Glódís.Hafði mörg tækifæri Þær segja alltof fáa stjórnmálamenn hafa lagt sig fram um að heyra þeirra sjónarmið. Sigríði Andersen dómsmálaráðherra segja þær hafa haft mörg tækifæri til þess að gera betur í málinu. „Okkur finnst að hún hefði getað með svo mörgum leiðum auðveldað baráttu okkar. Hún hefði í fyrsta lagi getað kynnt okkur þau réttindi sem við höfðum á því að fá öll þessi gögn opinber. Hún hefur gert lítið úr þeim ráðamönnum sem hafa spurt spurninga um þetta mál og sérstaklega gagnvart Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem vildi fá svör við því hvað verður gert ef gögn í máli Önnu Katrínar væru týnd eða skemmd,“ segir Glódís og Anna tekur undir. „Það er okkar upplifun að hún í raun hefur barist gegn okkur. Hún þakkar síðan sjálfri sér fyrir að koma upp um hversu gallað kerfið í kringum uppreist æru sé og ofan á það þá stærir hún sig af því að hún hafi verið fyrst til þess að gagnrýna það. Það skiptir ekki máli hver er fyrstur,“ segir Anna. Einkennandi Nína segir forsætisráðherra Bjarna Benediktsson vera í mótsögn við sjálfan sig. „Hann telur sig vera að vernda þolendur með því að birta ekki gögnin á meðan það voru einmitt við brotaþolar sem óskuðum og kölluðum hvað hæst eftir þessum gögnum.“ Þær segjast allar telja að um leið og Bjarna hafi verið gefnar upplýsingar um að faðir hans væri einn af meðmælendum barnaníðings hefði hann átt að láta vita og stíga til hliðar. Ekki vegna laga eða reglna um meðferð mála. Heldur af virðingu við þolendur. „Nú þegar hann er spurður um þetta mál þá svarar hann því að því sé lokið og að ekki verði rætt um það meir, svona svör eru einkennandi fyrir þöggun og við hörmum þau,“ segir Halla.Á ekki að vera flokksbundið Allar segjast þær ekki vilja taka þátt í nokkurs konar pólitík. Þær geti hins vegar ekki látið það ósagt að framkoma Sjálfstæðismanna hafi verið áberandi slök í þeirra garð. „Við viljum ekki taka opinbera afstöðu gagnvart pólitískum flokkum. Enginn Sjálfstæðisflokksmaður hefur hins vegar séð sér fært að hafa samband við okkur brotaþola Roberts þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um samúð til okkar,“ segir Glódís. Þeim þótti sárt að sjá hóp þingmanna ganga út af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að sjá ekki gögnin. „Okkur þótti það sárt og óbein skilaboð um vanvirðingu þegar allir Sjálfstæðismenn ásamt Pawel hjá Viðreisn gengu út af fundi þegar birta átti meðmælendabréfin fyrir uppreist æru Roberts. Svona mál á ekki að vera flokksbundið og er mjög furðuleg staða fyrir samfélagið,“ segir Halla. Anna segir að brotaþola eigi heldur ekki nota í pólitískum tilgangi. „Við sættum okkur ekki við þannig umræðu og munum svara henni um hæl.“Nína Rún Bergsdóttir segir það ákveðinn heiður að fá að vera þáttur í því að stíga stórt skref með samfélaginu. Umræða um kynferðisbrot sé að opnast.Vilja ábyrgð Nína minnir á að það eigi ekki að hræðast samtal við þolendur. „Brotaþolar eiga heldur ekki að gleymast, það á ekki að hræðast það að tala við þá og leita eftir þeirra skoðunum, við þurfum ekki þessa vernd sem ráðamenn þykjast vera að veita okkur sem er í raun bara algjör þöggun á okkur og þöggun á aldrei rétt á sér. Við óskum einungis eftir að ráðamenn taki ábyrgð, að þeir meðtaki fyrir alvöru stöðuna sem þeir eru í og skilji alvarleika hennar en geri ekki lítið úr henni og öðrum eingöngu til þess að upphefja sjálfa sig.“Særandi og niðrandi Særandi athugasemdir hafa birst í þeirra garð. „Sérstaklega á vefmiðlum, en við látum það ekki á okkur fá og ef eitthvað er þá styrkir það okkur enn frekar í að sýna fram á hversu mikilvæg hún sé, þessi barátta #höfumhátt,“ segir Nína. Halla tekur þó fram að þær athugasemdir sem þær hafi fengið um að opinbera ætti öll gögn er varða uppreist æru og upplýsingar um meðmælendur hafi slegið þær mest. „Við upplifðum þessar athugasemdir sem bæði niðrandi og mikla vanvirðingu við okkur sem brotaþola,“ segir Halla og finnur til dæmi um ummæli sem þær sættu sig ekki við:Hvað varðar okkur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim. Nú er hálf þjóðin að heimta að fá upplýsingar um hvaða menn það voru, eins og hana varði eitthvað um það.Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi. „Þessi ummæli komu frá Brynjari Níelssyni, fyrrverandi formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,“ segir Halla. Glódís nefnir að Brynjar hafi aldrei talað við þær. „Jafnvel þó að ein okkar hafi skrifað honum opinbert bréf á Facebook. En hann gaf sér þó tíma í að svara föður einnar okkar og finnst okkur það undirstrika viðhorf hans til okkar sem kvenkyns brotaþola,“ segir hún.Stanslaus barátta Þær glíma allar við alvarleg eftirköst ofbeldisins. „Þetta er stanslaus barátta fyrir okkur allar, áfallið sem við urðum fyrir situr í líkamanum og við þurfum alltaf að vera viðbúnar því að það brjótist út á einhvern hátt, hvort sem það er í líkamlegum verkjum, andlegu ójafnvægi eða þreytu og jafnvel uppgjöf. Stuðningur frá okkar nánustu hefur þó hjálpað okkur gífurlega í þessari rússíbanareið sem seinustu þrír mánuðir hafa verið,“ segir Glódís. „Ég var nýbyrjuð á námskeiði í lok ágúst þar sem ég ætlaði loksins að sinna sjálfri mér og mínu áhugamáli, en eftir því sem umræðan reis og þar til ríkisstjórnin sprakk þá sprakk líka eitthvað innra með mér en ég held að líkaminn hafi sagt stopp, hingað og ekki lengra og enn og aftur þá þarf ég að taka mér pásu frá daglegu og eðlilegu lífi og hugsa fyrst og fremst um sjálfa mig,“ segir Anna. „Áfallastreituröskunin hefur blossað upp aftur eftir fréttirnar sem við fengum í sumar. Hún lýsir sér sem svakalegur kvíði, dapurleiki, erfiðleikar með svefn, ég næ ekki að halda fókus og ég á það til að gleyma ýmislegu. Það var eitt skiptið sem ég var að hafa mig til fyrir vinnuna að ég byrjaði að kasta upp út af magasárum sem höfðu myndast út af kvíða. Svo hefur það gerst að ég hafi brostið í grát upp úr þurru,“ segir Nína. „Ég upplifi aukinn kvíða yfir hlutum sem reyndust mér ekki erfiðir áður og ágerist það eftir því sem tíminn líður, ég á erfiðara með að sofa og þreytan og álagið hefur vissulega áhrif á hugann og skapið sem sveiflast meira upp og niður en áður. Einnig finn ég fyrir einbeitingarskorti og hef töluvert minni þolinmæði dagsdaglega en ég er vön. Ég kannast einnig við grátköst eins og Nína talar um og hef oft hugsað um að ég þyrfti að taka mér frí frá vinnu þó það væri ekki nema til að ná að hvílast betur. Ég var svo heppin að vera í sumarfríi þegar málið kom upp í sumar en ég hef aldrei upplifað áður að mæta þreyttari til vinnu eftir sumarfrí en ég var fyrir fríið,“ segir Halla.Nína, Anna, Glódís Tara og Halla eru tilbúnar að tala við aðra brotaþola. Roberts eða annarra. Þær heiti fullum trúnaði og stuðningi.KompásBaráttan þess virði Það sem gerir baráttuna einhvers virði í þeirra huga er að umræða um kynferðisbrot er að opnast og breytast. „Það er ákveðinn heiður að fá að vera þáttur í því að stíga þetta stóra skref með samfélaginu. Að loksins eftir öll þessi ár sé hlustað á brotaþola kynferðisofbeldis á Íslandi,“ segir Nína. „Sigurinn eða áfanginn er ekki bara okkar sem stöndum á bakvið #höfumhátt baráttuna heldur er þetta í raun áralöng barátta sem fékk loksins það pláss sem hún á skilið. Allir þeir brotaþolar sem hafa stigið fram og sagt sína sögu, aðstandendur brotaþola sem hafa sýnt stuðning í verki og orðum, allir þeir sem komu að skipulagningu druslugöngunnar síðan hún byrjaði og gáfu okkur stelpunum allt það rými sem við óskuðum eftir til þess að flytja ræðu og hafa hátt á Austurvelli í sumar, allir fréttamiðlar sem hafa fjallað um málið á ópólitískan hátt og dregið fram sannleikann í þessum málum og allir þeir þingmenn og -konur sem hafa stigið fram og sýnt með gjörðum en ekki fölskum orðum að þau standi á bakvið okkur. KÞBAVD hópur öfgafemínista sem vill brjóta feðraveldið á bak aftur, Þórdís Elva hjá Fáðu já og svo margir fleiri,“ segir Anna. Þær nefna að baráttunni sé langt í frá lokið. Núna eigi að nota tækifærið til breytinga. Mikilvægast hefur verið í þeirra huga að lögum verði breytt sem snúa að uppreistri æru barnaníðinga. Að barnaníðingar geti ekki fengið lögmannsréttindi sín aftur. Þá vilja þær að löggjöf um kynferðisbrot verði endurskoðuð í heild sinni. Markmið þeirra er að svona lagað geti aldrei gerst aftur. Halla nefnir að fjölmiðlar hafi spilað stórt hlutverk í málalyktum. Þær vilja hvetja brotaþola til að vera óhrædda við að segja sína skoðun. Þær séu einnig tilbúnar að tala við aðra brotaþola, hvort sem það er vegna Roberts eða annarra. Þær heiti fullum trúnaði og stuðningi. Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Þær Nína Rún Bergsdóttir, Halla Ólöf Jónsdóttir, Anna Katrín Snorradóttir og Glódís Tara hafa staðið saman og rætt málin sín á milli frá því í vor þegar í ljós kom að maðurinn sem beitti þær kynferðisofbeldi, Robert Downey, hefði hlotið uppreist æru. Þær segja Robert ekki hafa reynt að hafa samband við þær til að tjá iðrun eða játa brot sín síðan málið kom upp. „Ekkert hefur heyrst frá honum nema fyrst um sinn í gegnum lögfræðing hans Jón Steinar Gunnlaugsson og þá óbeint í gegnum fjölmiðla og samfélagsmiðla,“ segir Anna. Þær nefna að hins vegar hafi nokkrir einstaklingar talað máli hans á opinberum vettvangi. „Og sagt okkur að hætta þessu væli og læra að fyrirgefa,“ segir Glódís.Hafði mörg tækifæri Þær segja alltof fáa stjórnmálamenn hafa lagt sig fram um að heyra þeirra sjónarmið. Sigríði Andersen dómsmálaráðherra segja þær hafa haft mörg tækifæri til þess að gera betur í málinu. „Okkur finnst að hún hefði getað með svo mörgum leiðum auðveldað baráttu okkar. Hún hefði í fyrsta lagi getað kynnt okkur þau réttindi sem við höfðum á því að fá öll þessi gögn opinber. Hún hefur gert lítið úr þeim ráðamönnum sem hafa spurt spurninga um þetta mál og sérstaklega gagnvart Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, þingmanni Pírata, sem vildi fá svör við því hvað verður gert ef gögn í máli Önnu Katrínar væru týnd eða skemmd,“ segir Glódís og Anna tekur undir. „Það er okkar upplifun að hún í raun hefur barist gegn okkur. Hún þakkar síðan sjálfri sér fyrir að koma upp um hversu gallað kerfið í kringum uppreist æru sé og ofan á það þá stærir hún sig af því að hún hafi verið fyrst til þess að gagnrýna það. Það skiptir ekki máli hver er fyrstur,“ segir Anna. Einkennandi Nína segir forsætisráðherra Bjarna Benediktsson vera í mótsögn við sjálfan sig. „Hann telur sig vera að vernda þolendur með því að birta ekki gögnin á meðan það voru einmitt við brotaþolar sem óskuðum og kölluðum hvað hæst eftir þessum gögnum.“ Þær segjast allar telja að um leið og Bjarna hafi verið gefnar upplýsingar um að faðir hans væri einn af meðmælendum barnaníðings hefði hann átt að láta vita og stíga til hliðar. Ekki vegna laga eða reglna um meðferð mála. Heldur af virðingu við þolendur. „Nú þegar hann er spurður um þetta mál þá svarar hann því að því sé lokið og að ekki verði rætt um það meir, svona svör eru einkennandi fyrir þöggun og við hörmum þau,“ segir Halla.Á ekki að vera flokksbundið Allar segjast þær ekki vilja taka þátt í nokkurs konar pólitík. Þær geti hins vegar ekki látið það ósagt að framkoma Sjálfstæðismanna hafi verið áberandi slök í þeirra garð. „Við viljum ekki taka opinbera afstöðu gagnvart pólitískum flokkum. Enginn Sjálfstæðisflokksmaður hefur hins vegar séð sér fært að hafa samband við okkur brotaþola Roberts þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um samúð til okkar,“ segir Glódís. Þeim þótti sárt að sjá hóp þingmanna ganga út af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til að sjá ekki gögnin. „Okkur þótti það sárt og óbein skilaboð um vanvirðingu þegar allir Sjálfstæðismenn ásamt Pawel hjá Viðreisn gengu út af fundi þegar birta átti meðmælendabréfin fyrir uppreist æru Roberts. Svona mál á ekki að vera flokksbundið og er mjög furðuleg staða fyrir samfélagið,“ segir Halla. Anna segir að brotaþola eigi heldur ekki nota í pólitískum tilgangi. „Við sættum okkur ekki við þannig umræðu og munum svara henni um hæl.“Nína Rún Bergsdóttir segir það ákveðinn heiður að fá að vera þáttur í því að stíga stórt skref með samfélaginu. Umræða um kynferðisbrot sé að opnast.Vilja ábyrgð Nína minnir á að það eigi ekki að hræðast samtal við þolendur. „Brotaþolar eiga heldur ekki að gleymast, það á ekki að hræðast það að tala við þá og leita eftir þeirra skoðunum, við þurfum ekki þessa vernd sem ráðamenn þykjast vera að veita okkur sem er í raun bara algjör þöggun á okkur og þöggun á aldrei rétt á sér. Við óskum einungis eftir að ráðamenn taki ábyrgð, að þeir meðtaki fyrir alvöru stöðuna sem þeir eru í og skilji alvarleika hennar en geri ekki lítið úr henni og öðrum eingöngu til þess að upphefja sjálfa sig.“Særandi og niðrandi Særandi athugasemdir hafa birst í þeirra garð. „Sérstaklega á vefmiðlum, en við látum það ekki á okkur fá og ef eitthvað er þá styrkir það okkur enn frekar í að sýna fram á hversu mikilvæg hún sé, þessi barátta #höfumhátt,“ segir Nína. Halla tekur þó fram að þær athugasemdir sem þær hafi fengið um að opinbera ætti öll gögn er varða uppreist æru og upplýsingar um meðmælendur hafi slegið þær mest. „Við upplifðum þessar athugasemdir sem bæði niðrandi og mikla vanvirðingu við okkur sem brotaþola,“ segir Halla og finnur til dæmi um ummæli sem þær sættu sig ekki við:Hvað varðar okkur um það hver það er og hvers vegna? Eina ástæðan er sú að þeir sem hæst láta vilja berja á þeim. Nú er hálf þjóðin að heimta að fá upplýsingar um hvaða menn það voru, eins og hana varði eitthvað um það.Það eru til alvarlegri brot heldur en þessi. „Þessi ummæli komu frá Brynjari Níelssyni, fyrrverandi formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar,“ segir Halla. Glódís nefnir að Brynjar hafi aldrei talað við þær. „Jafnvel þó að ein okkar hafi skrifað honum opinbert bréf á Facebook. En hann gaf sér þó tíma í að svara föður einnar okkar og finnst okkur það undirstrika viðhorf hans til okkar sem kvenkyns brotaþola,“ segir hún.Stanslaus barátta Þær glíma allar við alvarleg eftirköst ofbeldisins. „Þetta er stanslaus barátta fyrir okkur allar, áfallið sem við urðum fyrir situr í líkamanum og við þurfum alltaf að vera viðbúnar því að það brjótist út á einhvern hátt, hvort sem það er í líkamlegum verkjum, andlegu ójafnvægi eða þreytu og jafnvel uppgjöf. Stuðningur frá okkar nánustu hefur þó hjálpað okkur gífurlega í þessari rússíbanareið sem seinustu þrír mánuðir hafa verið,“ segir Glódís. „Ég var nýbyrjuð á námskeiði í lok ágúst þar sem ég ætlaði loksins að sinna sjálfri mér og mínu áhugamáli, en eftir því sem umræðan reis og þar til ríkisstjórnin sprakk þá sprakk líka eitthvað innra með mér en ég held að líkaminn hafi sagt stopp, hingað og ekki lengra og enn og aftur þá þarf ég að taka mér pásu frá daglegu og eðlilegu lífi og hugsa fyrst og fremst um sjálfa mig,“ segir Anna. „Áfallastreituröskunin hefur blossað upp aftur eftir fréttirnar sem við fengum í sumar. Hún lýsir sér sem svakalegur kvíði, dapurleiki, erfiðleikar með svefn, ég næ ekki að halda fókus og ég á það til að gleyma ýmislegu. Það var eitt skiptið sem ég var að hafa mig til fyrir vinnuna að ég byrjaði að kasta upp út af magasárum sem höfðu myndast út af kvíða. Svo hefur það gerst að ég hafi brostið í grát upp úr þurru,“ segir Nína. „Ég upplifi aukinn kvíða yfir hlutum sem reyndust mér ekki erfiðir áður og ágerist það eftir því sem tíminn líður, ég á erfiðara með að sofa og þreytan og álagið hefur vissulega áhrif á hugann og skapið sem sveiflast meira upp og niður en áður. Einnig finn ég fyrir einbeitingarskorti og hef töluvert minni þolinmæði dagsdaglega en ég er vön. Ég kannast einnig við grátköst eins og Nína talar um og hef oft hugsað um að ég þyrfti að taka mér frí frá vinnu þó það væri ekki nema til að ná að hvílast betur. Ég var svo heppin að vera í sumarfríi þegar málið kom upp í sumar en ég hef aldrei upplifað áður að mæta þreyttari til vinnu eftir sumarfrí en ég var fyrir fríið,“ segir Halla.Nína, Anna, Glódís Tara og Halla eru tilbúnar að tala við aðra brotaþola. Roberts eða annarra. Þær heiti fullum trúnaði og stuðningi.KompásBaráttan þess virði Það sem gerir baráttuna einhvers virði í þeirra huga er að umræða um kynferðisbrot er að opnast og breytast. „Það er ákveðinn heiður að fá að vera þáttur í því að stíga þetta stóra skref með samfélaginu. Að loksins eftir öll þessi ár sé hlustað á brotaþola kynferðisofbeldis á Íslandi,“ segir Nína. „Sigurinn eða áfanginn er ekki bara okkar sem stöndum á bakvið #höfumhátt baráttuna heldur er þetta í raun áralöng barátta sem fékk loksins það pláss sem hún á skilið. Allir þeir brotaþolar sem hafa stigið fram og sagt sína sögu, aðstandendur brotaþola sem hafa sýnt stuðning í verki og orðum, allir þeir sem komu að skipulagningu druslugöngunnar síðan hún byrjaði og gáfu okkur stelpunum allt það rými sem við óskuðum eftir til þess að flytja ræðu og hafa hátt á Austurvelli í sumar, allir fréttamiðlar sem hafa fjallað um málið á ópólitískan hátt og dregið fram sannleikann í þessum málum og allir þeir þingmenn og -konur sem hafa stigið fram og sýnt með gjörðum en ekki fölskum orðum að þau standi á bakvið okkur. KÞBAVD hópur öfgafemínista sem vill brjóta feðraveldið á bak aftur, Þórdís Elva hjá Fáðu já og svo margir fleiri,“ segir Anna. Þær nefna að baráttunni sé langt í frá lokið. Núna eigi að nota tækifærið til breytinga. Mikilvægast hefur verið í þeirra huga að lögum verði breytt sem snúa að uppreistri æru barnaníðinga. Að barnaníðingar geti ekki fengið lögmannsréttindi sín aftur. Þá vilja þær að löggjöf um kynferðisbrot verði endurskoðuð í heild sinni. Markmið þeirra er að svona lagað geti aldrei gerst aftur. Halla nefnir að fjölmiðlar hafi spilað stórt hlutverk í málalyktum. Þær vilja hvetja brotaþola til að vera óhrædda við að segja sína skoðun. Þær séu einnig tilbúnar að tala við aðra brotaþola, hvort sem það er vegna Roberts eða annarra. Þær heiti fullum trúnaði og stuðningi.
Birtist í Fréttablaðinu Uppreist æru Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira