Vogunarsjóður metinn hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2017 22:10 Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki. Vísir/Stefán Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting. Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Fjármálaeftirlitið hefur tilkynnt vogunarsjóðnum Taconic Capital Advisors LP og tengdum aðilum að þeir teljist hæfir til fara með virkan eignarhlut í Arion banka. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu sem birt var á heimasíðu þess í kvöld. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, greindi frá því í síðustu viku að þessi niðurstaða væri væntanleg. Þýðir þetta að sjóðnum sé heimilt að eiga beint og óbeint samanlagt meira en tíu prósenta hlut í Arion banka. Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort sá sem hyggst eignast virkan eignarhlut sé hæfur til að fara með eignarhlutinn með tilliti til heilbrigðs og trausts reksturs fjármálafyrirtækis. Í tilkynningu Fjármáleftirlitsins segir að við matið hafi sérstaklega verið horft til þess að Arion banki teljist kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki samkvæmt skilgreiningu fjármálastöðugleikaráðs. Með hliðsjón af því kannaði Fjármálaeftirlitið sérstaklega getu Taconic Capital Advisors LP og tengdra aðila til að styðja fjárhagslega við bankann við sérstakar aðstæður. Meðal þess sem Fjármálaeftirlitið kannaði var hæfi Frank Brosens, en hann stýrir félaginu sem heldur utan um hlut Taconic Capital í Arion banka, til þess að fara með virkan eignarhlut í bankanum með óbeinni hlutdeild. Í viðtali við Markaðinn í mars síðastliðnum sagði Brosens að kaup sjóðsins á tæplega tíu prósenta hlut í Arion banka væru ekki hugsuð sem skammtímafjárfesting.
Salan á Arion banka Tengdar fréttir Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30 Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30 Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30 Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00 Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Taconic seldi allt í Icelandair í janúar fyrir hálfan milljarð Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi alla hluti sína í Icelandair Group í janúar á þessu ári, samtals um hálft prósent, skömmu áður en félagið sendi frá sér viðvörun til Kauphallarinnar þar sem afkomuspá þess var lækkuð um liðlega þrjátíu prósent. 16. ágúst 2017 08:30
Skráning Arion banka frestast fram á næsta ár vegna pólitískrar óvissu Útboð og skráning á Arion banka verður í fyrsta lagi í byrjun næsta árs. Ekkert samkomulag um endurskoðun á forkaupsrétti ríkisins. Þingmaður Framsóknarflokksins segir starfsstjórn ekki geta tekið neina slíka ákvörðun. 20. september 2017 06:30
Vogunarsjóðir að gerast virkir eigendur að Arion banka Vogunarsjóðunum Taconic og Attestor verður heimilað að eiga beint og óbeint meira en tíu prósent í Arion banka. FME mun brátt ljúka hæfismati sínu. Kaupþing og stjórnvöld vinna að því að endurskoða ákvæði um forkaupsrétt. 13. september 2017 06:30
Taconic á 150 milljarða undir á Íslandi og vill gerast virkur eigandi að Arion Fjárfesting bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital, sem leiddi þann hóp erlendra fjárfesta sem keypti í síðasta mánuði tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka, í kröfum á íslensk félög, ríkisskuldabréfum og hlutafé fyrirtækja, nemur í dag yfir 150 milljörðum króna 12. apríl 2017 07:00
Einn stærsti eigandi Arion setur söluferlið í uppnám Salan á Arion-banka er í uppnámi þar sem þar sem vogunarsjóðurinn Och-Ziff Capital, sem keypti 6,6% hlut í bankanum fyrr á þessu ári af Kaupþingi, hefur ekki lagt fram beiðni til Fjármálaeftirlitsins um að fá heimild til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. 27. maí 2017 08:57