Lífið

Tveir kórar áfram í Kórar Íslands

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrsti þátturinn af Kórar Íslands var sýndur í kvöld í opinni dagskrá á Stöð .
Fyrsti þátturinn af Kórar Íslands var sýndur í kvöld í opinni dagskrá á Stöð . Stöð 2
Fyrsti þátturinn af Kórar Íslands var sýndur í kvöld á Stöð 2 í opinni dagskrá. Kórar Íslands er nýr og spennandi skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, er kynnir þáttanna.

Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir. Í þættinum í kvöld komu fram fjórir kórar og kepptu um tvö laus sæti áfram í undanúrslitin. Kórarnir Gospelkór Jóns Vídalíns, Bartónar, Kalmanskórinn og Karlakór Vestmannaeyja gerðu allt sitt besta í kvöld. 

Karlakór Vestmanneyja vann símakosninguna í kvöld en val dómnefndar var Gospelkór Jóns Vídalíns. Við munum því sjá þessa tvo kóra aftur í undanúrslitunum. 

Bartónar stóðu fyrir sínu.Stöð 2
Gospelkór Jóns VídalínsStöð 2
Karlakór Vestmannaeyjar er kominn í undanúrslit.

Tengdar fréttir

Kórar Íslands: Gospelkór Jóns Vídalíns

Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna.

Kórar Íslands: Karlakór Vestmannaeyja

Kórar Íslands er nýr skemmtiþáttur sem verður á dagskrá Stöðvar 2 í vetur en Friðrik Dór Jónsson, einn ástsælasti söngvari landsins, verður kynnir þáttanna. Dómnefndina skipa tónlistarfólkið Kristjana Stefánsdóttir, Ari Bragi Kárason, og Bryndís Jakobsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.