Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 07:04 Donald Trump með tengdasyninum Jared Kushner. Vísir/AFP Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. Frá þessu greindi lögmaður Kushner í nótt. Mörgum þykir þetta skjóta skökku við því Trump hamraði á dómgreindarleysi mótframbjóðenda síns, Hillary Clinton, í kosningabaráttunni í fyrra fyrir að hafa gert slíkt hið sama. Tölvupóstsmál hennar snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Tengdasonur Trumps sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Voru tölvupóstar hennar því eitt af leiðarstefjum kosningabaráttu Trumps og ýjaði hann jafnvel að því að hann myndi henda henni í steininn fyrir vikið, yrði hann forseti. Máli Clinton lauk án ákæru. Nú hefur komið á daginn að Kushner skiptist á tugum tölvupósta við aðra trúnaðarmenn innan Hvíta hússins í gegnum eigið tölvupóstfang. Fram kemur á vef Politco, sem fyrst greindi frá málinu, að tölvupóstarnir hafi verið um allt milli himins og jarðar, t.a.m. fjölmiðlaumfjöllun og skipulagningu viðburða. Lögmaður Kushners viðurkennir að hann hafi vissulega notað sitt eigið tölvupóstfang í störfum sínum en að hann hafi ekki notað það til að deila neinum trúnaðargögnum.Sjá einnig: Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar „Hr. Kushner sendi og tók við færri en 100 tölvupóstum frá samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu í gegnum tölvupóstfang sitt frá janúar fram í ágúst,“ segir í yfirlýsingu frá lögmanninum. Bandarísk lög kveða á um hvernig samskiptum forsetans og annarra trúnaðarmanna hans skuli háttað. Notkun einkatölvupóstfanga getur orðið til þess að erfiðara verður fyrir blaðamenn og óbreytta þingmenn að nálgast opinber gögn að sögn BBC. Donald Trump Tengdar fréttir Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trump og einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. Frá þessu greindi lögmaður Kushner í nótt. Mörgum þykir þetta skjóta skökku við því Trump hamraði á dómgreindarleysi mótframbjóðenda síns, Hillary Clinton, í kosningabaráttunni í fyrra fyrir að hafa gert slíkt hið sama. Tölvupóstsmál hennar snerist í grunninn um að Clinton, í tíð sinni sem utanríkisráðherra, nýtti sér sitt eigið tölvupóstfang sem hýst var á einkavefþjóni hennar, en ekki tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar. Meðferð leyniskjala, sem fundust í póstum hennar er ólögleg á slíkum einkavefþjónum auk þess sem slíkir vefþjónar eru ekki eins öryggir og ríkisvefþjónar.Sjá einnig: Tengdasonur Trumps sagður miðpunktur í rannsókn FBI vegna afskipta Rússa Voru tölvupóstar hennar því eitt af leiðarstefjum kosningabaráttu Trumps og ýjaði hann jafnvel að því að hann myndi henda henni í steininn fyrir vikið, yrði hann forseti. Máli Clinton lauk án ákæru. Nú hefur komið á daginn að Kushner skiptist á tugum tölvupósta við aðra trúnaðarmenn innan Hvíta hússins í gegnum eigið tölvupóstfang. Fram kemur á vef Politco, sem fyrst greindi frá málinu, að tölvupóstarnir hafi verið um allt milli himins og jarðar, t.a.m. fjölmiðlaumfjöllun og skipulagningu viðburða. Lögmaður Kushners viðurkennir að hann hafi vissulega notað sitt eigið tölvupóstfang í störfum sínum en að hann hafi ekki notað það til að deila neinum trúnaðargögnum.Sjá einnig: Viðskipti tengdasonar Trump til rannsóknar „Hr. Kushner sendi og tók við færri en 100 tölvupóstum frá samstarfsmönnum sínum í Hvíta húsinu í gegnum tölvupóstfang sitt frá janúar fram í ágúst,“ segir í yfirlýsingu frá lögmanninum. Bandarísk lög kveða á um hvernig samskiptum forsetans og annarra trúnaðarmanna hans skuli háttað. Notkun einkatölvupóstfanga getur orðið til þess að erfiðara verður fyrir blaðamenn og óbreytta þingmenn að nálgast opinber gögn að sögn BBC.
Donald Trump Tengdar fréttir Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09 Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Vildi skaðlegar upplýsingar um Clinton til að meta „hæfi“ hennar Þegar syni Donalds Trump voru boðnar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton svaraði hann "Ég elska það“. Í dag sagði hann þingnefnd að hann hefði viljað upplýsingarnar til að geta metið hæfi hennar og forsendur til að verða forseti. 7. september 2017 17:48
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Trump las fyrir misvísandi yfirlýsingu sonar síns Bandaríkjaforseti las sjálfur fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. Ráðgjafar forsetans óttast að hann hafi komið sér í bobba að óþörfu. 1. ágúst 2017 00:09