Fótbolti

Guardiola: Erum ekki Barcelona

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guardiola vann 21 titil með Bayern og Barcelona, en hefur enn ekki unnið neitt með Manchester City
Guardiola vann 21 titil með Bayern og Barcelona, en hefur enn ekki unnið neitt með Manchester City
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill ekki að fólk beri lið hans saman við Barcelona.

City hefur farið einstaklega vel af stað á tímabilinu og ekki tapað leik. Liðið er efst í ensku úrvalsdeildinni með markatöluna 21-2, unnu fyrsta leik riðlakeppni Meistaradeildarinnar auðveldlega 4-0 og komst áfram í 16-liða úrslit enska deildarbikarsins.

Guardiola þjálfaði Bayern Munich og Barcelona áður en hann kom til Manchester, og hann segir það of snemmt bera City-liðið saman við lið hans hjá Barcelona og Bayern.

„Ég er með leikmenn hér sem ég hafði ekki áður og ég hef ekki leikmenn sem ég var með áður. Svo það er erfitt að bera þetta tvennt saman,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær.

„Það var auðvelt að verja okkar hugsunarhátt [hjá Barcelona og Bayern] því við unnum titla. Hér, unnum við ekki neitt og erum dæmdir fyrir það.“

„Þið [fjölmiðlamenn] viljið titla, ekki skemmtilega leikstíl okkar.“

Manchester City tekur á móti Shakhtar Donetsk í kvöld í öðrum leik liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Leikurinn verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsending klukkan 18:40.

„Alltaf þegar ég spila við Shakhtar þá fæ ég sömu tilfinninguna. Þegar ég mætti þeim í fyrsta skipti fór teymið mitt að skoða þá og þegar það kom til baka sögðu þeir „vá“,“ sagði Pep Guardiola.


Tengdar fréttir

CIty skorar mest í beinni útsendingu

Manchester City skorar flest mörk allra liða í ensku úrvalsdeildinni þegar leikir þeirra eru sýndir í beinni útsendingu á Englandi.

City valtaði yfir Palace

Manchester City valtaði yfir botnlið Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×