Ákvæði um uppreist æru fellt úr lögum Birgir Olgeirsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 27. september 2017 00:45 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. Það var gert á Alþingi nú klukkan 00:43 þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem lúta að því að fella þetta ákvæði úr gildi var samþykkt með 55 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Bjarni var flutningsmaður málsins en hann lagði það fram í dag. Meðflutningsmenn á frumvarpinu voru formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var upphaflega samið í dómsmálaráðuneytinu en þar hefur síðan í vor verið unnið að heildarendurskoðun á því fyrirkomulagi sem felst í uppreist æru. Í frumvarpinu er tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar rakin til 15. júní 2017 þegar staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda manns til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður en hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum og sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Umræddur héraðsdómslögmaður er Robert Downey, sem hét Róbert Árni Hreiðarsson. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi til mikillar umræðu í samfélaginu um uppreist æru og þá stjórnsýsluframkvæmd sem tíðkast hefur síðustu áratugi við afgreiðslu slíkra mála. Það voru málefni tengd uppreist æru sem sprengdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísaði til snéri að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli. Alþingi Uppreist æru Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ákvæði um uppreist æru í almennum hegningarlögum hefur verið fellt úr gildi. Það var gert á Alþingi nú klukkan 00:43 þegar frumvarp Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra um breytingar á almennum hegningarlögum sem lúta að því að fella þetta ákvæði úr gildi var samþykkt með 55 atkvæðum. Einn þingmaður greiddi ekki atkvæði og voru sjö fjarverandi. Bjarni var flutningsmaður málsins en hann lagði það fram í dag. Meðflutningsmenn á frumvarpinu voru formenn allra flokka sem eiga sæti á þingi. Það voru þau Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Birgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata, Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins, Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar, Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar. Frumvarpið var upphaflega samið í dómsmálaráðuneytinu en þar hefur síðan í vor verið unnið að heildarendurskoðun á því fyrirkomulagi sem felst í uppreist æru. Í frumvarpinu er tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar rakin til 15. júní 2017 þegar staðfestur var úrskurður Héraðsdóms Reykjaness þar sem svipting réttinda manns til að vera héraðsdómslögmaður var felld niður en hann hafði verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum ungum stúlkum og sviptur starfsréttindum sínum með dómi. Umræddur héraðsdómslögmaður er Robert Downey, sem hét Róbert Árni Hreiðarsson. Niðurstaða Hæstaréttar leiddi til mikillar umræðu í samfélaginu um uppreist æru og þá stjórnsýsluframkvæmd sem tíðkast hefur síðustu áratugi við afgreiðslu slíkra mála. Það voru málefni tengd uppreist æru sem sprengdu ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti með afgerandi meirihluta að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu vegna trúnaðarbrests. Trúnaðarbresturinn sem Björt framtíð vísaði til snéri að því að Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra greindi Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra frá því í júlí að faðir hans, Benedikt Sveinsson, væri á meðal umsagnaraðila eins þeirra 32 sem hefðu fengið uppreist æru frá árinu 1995. Mánuði fyrr hafði dómsmálaráðherra neitað fjölmiðlum um aðgang að gögnum í einu slíku máli.
Alþingi Uppreist æru Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira