Sport

Lofaði að gefa sparkaranum launin sín | Frábært sjónarhorn á sigurspark Eagles

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jake Elliott var borinn af velli í gullstól.
Jake Elliott var borinn af velli í gullstól. Vísir/Getty
Carson Wentz er leikstjórnandi Philadelphia Eagles í NFL-deildinni og ber mikla ábyrgð í sóknarleik liðsins.

Hann gat hinsvegar lítið gert annað en horfa á í lok leiks Philadelphia Eagles og New York Giants í NFL-deildinni um síðustu helgi.

Hetja liðsins var sparkarinn Jake Elliott sem tryggði Philadelphia Eagles sigurinn með því að skora vallarmark af 61 jarda færi en það er ekki á hverjum degi sem menn skora af svo löngu færi í ameríska fótboltanum.

Jake Elliott er líka nýliði og það braust út gríðarlegur fögnuður hjá honum og liðsfélögunum eftir að hann skoraði vallarmarkið sem tryggði Philadelphia Eagles 27-24 sigur.

Philadelphia Eagles birti á Twitter-síðu sinni myndband af aðdraganda sigursparksins en það sem gerði þetta myndband enn skemmtilegra var að Carson Wentz var með hljóðnema á sér. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan en það er frábær sjónarhorn á sigurspark Eagles.



Carson Wentz var mjög spenntur og stressaður áður en Jake Elliott reyndi við vallarmarkið. Wentz sagði að Jake Elliott væri ofurhetja ef hann myndi skora og gekk síðan aðeins lengra og lofaði að gefa sparkaranum launum sínum í leiknum ef hann skoraði.

Wentz fær 32 þúsund dollara fyrir hvern leik, 3,4 milljónir íslenskra króna, en Jake Elliott fær „aðeins“ 465 þúsund dollara allt tímabilið sem gera þá 50,3 milljónir íslenskra króna.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×