Rakel: Ráðum ekki örlögum okkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Rakel fagnar í leik fyrr í sumar. Spurning hvort hún fagni í leikslok í dag? vísir/anton Breiðablik á frekar óvæntan möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fótbolta í dag en þarf að klára sitt og treysta á aðstoð frá FH ef dagurinn á að vera fullkominn í Kópavogi. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Þetta leit ekkert vel út á tímabili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika og fyrrum leikmaður Þórs/KA. Það hjálpar Blikaliðinu ekki að síðustu vikur hefur liðið sleppt tveimur lykilmönnum. Fyrst fór Fanndís Friðriksdóttir og nú er Berglind Björg Þorvaldsdóttir farin en hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. „Það eru ekki margir eftir í leikmannahópnum hjá okkur,“ segir Rakel og hlær. „Breiðablik vildi ekki standa í vegi fyrir þeim og við sem stöndum eftir verðum að klára verkefnið.“ Blikastúlkur spila við Grindavík í kvöld en þökk sé Grindavík á Breiðablik möguleika á titlinum. Grindavík vann nefnilega óvæntan 3-2 sigur á Þór/KA í síðustu umferð. „Þær eru með hörkulið og þetta verður allt annað en auðvelt,“ segir Rakel en verður fylgst með gangi mála á Akureyri? „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þeim leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur að þetta falli með okkur en minni. Við höldum samt í vonina.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Breiðablik á frekar óvæntan möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fótbolta í dag en þarf að klára sitt og treysta á aðstoð frá FH ef dagurinn á að vera fullkominn í Kópavogi. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Þetta leit ekkert vel út á tímabili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika og fyrrum leikmaður Þórs/KA. Það hjálpar Blikaliðinu ekki að síðustu vikur hefur liðið sleppt tveimur lykilmönnum. Fyrst fór Fanndís Friðriksdóttir og nú er Berglind Björg Þorvaldsdóttir farin en hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. „Það eru ekki margir eftir í leikmannahópnum hjá okkur,“ segir Rakel og hlær. „Breiðablik vildi ekki standa í vegi fyrir þeim og við sem stöndum eftir verðum að klára verkefnið.“ Blikastúlkur spila við Grindavík í kvöld en þökk sé Grindavík á Breiðablik möguleika á titlinum. Grindavík vann nefnilega óvæntan 3-2 sigur á Þór/KA í síðustu umferð. „Þær eru með hörkulið og þetta verður allt annað en auðvelt,“ segir Rakel en verður fylgst með gangi mála á Akureyri? „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þeim leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur að þetta falli með okkur en minni. Við höldum samt í vonina.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira