Fótbolti

Martröð Akinfeev í Meistaradeildinni heldur áfram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Igor Akinfeev getur ekki haldið hreinu í Meistaradeildinni.
Igor Akinfeev getur ekki haldið hreinu í Meistaradeildinni. vísir/getty
Romelu Lukaku kom Manchester United yfir gegn CSKA Moskvu á fjórðu mínútu í leik liðanna í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Með þessu marki heldur Meistaradeildarmartröð Igors Akinfeev, markvarðar CSKA Moskvu, áfram en hann hefur nú ekki haldið hreinu í Meistaradeildinni í 45 leikjum í röð.

Rússneski landsliðsmarkvörðurinn hélt síðast hreinu í riðlakeppninni árið 2006 þegar CSKA gerði markalaust jafntefli við Arsenal en síðan þá hefur hann fengið á sig mark í hverjum einasta leik í riðlakeppninni eða útsláttarkeppninni.

Akinfeev hélt að vísu hreinu í umspilsleik á móti AEK frá Aþenu fyrr á þessu ári en þegar kemur að alvöru keppninni þá hefur hann ekki haldið hreinu í rúm ellefu ár.

Lífið leikur aftur á móti við Romelu Lukaku sem er búinn að skora níu mörk í níu leikjum í öllum keppnum fyrir Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×