Ancelotti rekinn frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:03 Carlo Ancelotti. Vísir/Getty Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira