Innlent

Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, heitir Miðflokkurinn. Sigmundur Davíð greindi frá þessu í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni rétt í þessu.

Vísir greindi frá því að á mánudag að yngri bróðir Sigmundar Davíðs, Sigurbjörn Magnús Gunnlaugsson, hefði tryggt sér lénið midflokkurinn.is.

Fyrr í dag kom í ljós að nýr flokkur Sigmundar mælist með sjö prósenta fylgi í nýrri könnun MMR.

Björn Ingi Hrafnsson sagði svo frá því í dag þeir sem unnu að því að koma Samvinnuflokknum á laggirnir ætluðu sér frekar að ganga til liðs við nýjan flokk Sigmundar Davíðs.


Tengdar fréttir

Flokkur Sigmundar Davíðs mælist með sjö prósenta fylgi

Nýr stjórnmálaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, fengi sjö prósent fylgi ef kosið yrði til Alþingis í dag samkvæmt skoðanakönnun MMR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×