Formaður Íslendingafélagsins í Orlando ætlar ekki að flýja Irmu Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 13:00 Fleiri en 6,5 milljónir íbúar Flórídafylkis hafa flúið heimili sín vegna fellibylsins Irmu. Vísir/AFP Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“ Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Pétur Sigurðsson, formaður Íslendingafélagsins í Orlando, ákvað að flýja ekki heimili sitt vegna fellibylsins Irmu. Pétur er búsettur í Orlando. „Við ákváðum bara að vera heima. Ride it out eins og þeir segja hér í Ameríku, enda er ekkert hægt að fara,“ sagði Pétur í samtali við Bylgjuna. Pétur segir að fólk á svæðinu hafi áhyggjur af Irmu en að vindhraðinn sé ekki orðinn mikill á því svæði sem hann er búsettur á. „Fellibylurinn er að koma inn á Key West af fullu afli og fer þaðan yfir til Naples. Þetta fer að ná alvöru styrk um átta leitið í kvöld á okkar tíma.“ „Ég myndi ekki vilja vera á ströndinni á Key West núna. Key West fer í kaf á eftir,“ segir Pétur. Ljósblái liturinn á myndinni til hægri sýnir þau landsvæði sem eru minna en fimm metrum yfir sjávarmáli. Búist er við fjögurra metra hárri flóðbylgju í kjölfar fellibylsins Irmu.Mynd/NASABúist er við fjögurra metra hárri flóðöldu þegar Irma skellur á skagann og Key West er einungis hálfum meter yfir sjávarmáli. Pétur segist dást að yfirvöldum í Flórídafylki. „Þeir hafa staðið sig vel í fólksflutningum og í að tryggja það að aðal umferðarleiðir séu hreinar og að það sé nóg af eldsneyti og vatni. Hérna er búið að skikka 6,5 milljónir manns til að færa sig til á öruggara svæði,“ segir Pétur og bætir því við að í raun séu bara þrír vegir sem aðallega eru notaðir. Pétur og kona hans finna ekki fyrir hræðslu, en þau eru kvíðin. „Við teljum að húsið þoli þetta. Við erum með herbergi í húsinu sem er gluggalaust og getum hlaupið þangað inn ef það kemur viðvörun en maður hangir ekki inni í fataherbergi í 36 klukkutíma.“
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00 Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Ríkisstjóri Flórída skipar fólki að yfirgefa heimili sín Búist er við því að fellibylurinn Irma skelli á Flórídaskaga í kvöld. 9. september 2017 17:00
Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma. 9. september 2017 07:00
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22