Fótbolti

Var þetta vítaspyrna eða dýfa sem skilaði ÍBV sigurmarkinu? | Myndband

Cloé Lacassse, leikmaður ÍBV, fékk umdeilda vítaspyrnu á 111. mínútu leiksins í bikarúrslitaleik ÍBV og Stjörnunnar í gær en Cloé virtist fara niður þrátt fyrir litla snertingu en Bríet Bragadóttir benti á vítapunktinn og úr spyrnunni skoraði ÍBV.

ÍBV tókst að knýja fram jafntefli með marki Kristínar Ernu Sigurlásdóttur á lokamínútum seinni hálfleiks en Stjarnan var ívið sterkari þar til ÍBV komst yfir með marki frá Sigríði Láru.

Sótti Cloé á Kim Dolstra í vörnina en þegar Katrín Ásbjörnsdóttir kom í hjálparvörnina virtist Cloé stinga sér til sunds og Bríet féll í gildruna og dæmdi vítaspyrnu.

Sigríður fór á vítapunktinn og skoraði sigurmarkið sem skilaði Eyjakonum öðrum bikarmeistaratitlinum í sögu félagsins og öðrum bikarmeistaratitli félagsins í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×