Blóð, sviti og tár Ellert B. Schram skrifar 11. september 2017 07:00 Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Skoðun Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun