Blóð, sviti og tár Ellert B. Schram skrifar 11. september 2017 07:00 Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Yndislegu sumri er að ljúka og tíminn er fljótur að líða þegar gaman er að vera til. Ekki síst hjá fólki sem komið er á efri ár og elskar hvern dag sem er dýrmætur. Í félagi eldri borgara eru nú skráðir yfir ellefu þúsund manns, sem er met. Það er annasamt að vera formaður í svona stórum félagsskap, en um leið gefandi og ykkur að segja hef ég gaman og gagn af afskiptum mínum af margskonar viðburðum og samtölum. Ekki er þar alltaf á vísan að róa, þegar leitað er upplýsinga um kjör og réttindi eldra fólks. Kerfið er stundum lítt skiljanlegt. Það þarf blóð, svita og tár til að laga það til. Ein furðulegasta uppákoman er svokallað frítekjumark, sem felur í sér að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri úr almenna tryggingarkerfinu, eru skertir í bótakerfinu, ef þeir vinna fyrir launum, sem gætu hjálpað þeim að eiga fyrir útgjöldum, mat og heilsueflingu, hjálpað þeim að njóta lífsins í staðinn fyrir að verða afgangsstærð í samfélaginu. Með öðrum orðum: þau eru föst í fátæktargildru. Hverjum datt í hug að búa til svona kerfi? Af hverju er það ekki þurrkað burt með einu pennastriki? Af hverju dettur engum í hug á sextíu og þriggja manna Alþingi að leggja niður þessa vitleysu? Þessa óskiljanlegu fátæktargildru? Ég get með engu móti skilið eða sætt mig við þá ákvörðun stjórnvalda, að búa til kerfi og lög sem fela í sér tillitsleysi gagnvart elstu kynslóðinni, fólkinu sem á að gleðjast á sinni lífsgöngu og vera með í daglegu lífi til æviloka. Frítekjumarkið er afskræmi kerfisins í heimi „excel-skjala“. Og svo eru stjórnmálaflokkar notaðir til að „passa upp á tekjur ríkisins“ í einhverjum fjármálaáætlunum! Á kostnað eldri borgara sem eiga það inni hjá samfélaginu að fá að eiga áhyggjulaust ævikvöld.Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun