Innlent

Ríkisráðsfundur á Bessastöðum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Í Ríkisráði eiga sæti forseti Íslands og ráðherrar.
Í Ríkisráði eiga sæti forseti Íslands og ráðherrar. Vísir/Vilhelm
Ríkisráðsfundur hófst á Bessastöðum klukkan 11 í morgun. Forseti Íslands fundar þar með ráðherrum ríkisstjórnarinnar. Ráðherrum ber að bera upp fyrir forseta í ríkisráði öll lög, þar á meðal bráðabrigðalög og mikilvægar stjónrarráðstafanir.

Þingsetning er á morgun og þá kemur Alþingi saman að loknu sumarleyfi og mun Bjarni Benediktsson forsætisráðherra halda stefnuræðu sína á miðvikudagskvöld.

Þá mun Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra kynna fjárlagafrumvarp fyrir árið 2018 klukkan 9 í fyrramálið og hefjast umræður um frumvarpið á fimmtudagsmorgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×