Svæfingalæknir í jarðarför svo Karen var vakandi í aðgerðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2017 16:30 Karen Knútsdóttir með eldhressum vinnufélögum sínum í dag. Vísir/Vilhelm Landsliðskona Karen Knútsdóttir, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í sigurleik Fram gegn Stjörnunni, mætti til vinnu í bílaumboðið Öskju í morgun. „Ég nenni ekki að vera heima, þótt ég megi vera heima. Það er skemmtilegra að vera á meðal fólks,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen birti myndband af aðgerðinni á hásin sinni á Instagram. Eflaust finnst einhverjum óþægilegt að horfa á það enda hefur Instagram sett varnagla á birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan. Karen segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hún sleit hásin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.Íslenska landsliðið og Fram mun sakna krafta leikstjórnandans næstu fimm mánuðina.Vísir/Vilhelm„Ég hitti sérfræðing á föstudagsmorgun og hann sagði að ég gæti komið í aðgerð samdægurs,“ segir Karen. Það eina var að hún yrði að vera vakandi í aðgerðinni þar sem svæfingalæknir væri ekki laus. „Svæfingalæknirinn var í jarðarför,“ segir Karen sem var staðdeyfð. Þannig segist hún ekki hafa fundið fyrir sársauka en þó fundið fyrir því að krukkað væri í fótinn og hásinin toguð til. Hjúkrunarfræðingurinn tók upp myndband fyrir Karen, sem hún svo birti vinum og vandamönnum á Instagram. „Mig langaði ekki að sjá þetta á meðan ég var í aðgerð,“ segir Karen. Hún skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé grjóthörð, hafi jafnvel ekki fellt tár síðan í leikskóla. „Nei nei, ég fer oft að gráta. Þetta var bara einhvern veginn ekki vont. Það er meira „creepy“ að vera svæfð,“ segir Karen sem hefur verið heppin með meiðsli hingað til á ferlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengst undir aðgerð vegna meiðsla. Karen segir aðgerðina hafa gengið vel og sömuleiðis að sauma. Hún verður í gifsi út næstu viku en þá verður það fjarlægt. Hún reiknar með því að vera á hliðarlínunni í um fimm mánuði en ætlar svo að mæta til leiks í síðari hluta Olísdeildarinnar en Fram er einmitt spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ballið byrjar á morgun þegar Fram tekur á móti Gróttu. Karen ætlar að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum stelpum, á hækjunum.Rétt er að minna á að Seinni bylgjan verður með upphitunarþátt sinn fyrir Olísdeild kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21. Þátturinn er í opinni dagskrá og verður sömuleiðis sýndur hér á Vísi. Hásinin komin í lag og allir ferskir A post shared by Karen Knútsdóttir (@karenknuts) on Sep 8, 2017 at 1:51pm PDT Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira
Landsliðskona Karen Knútsdóttir, sem varð fyrir því óláni að slíta hásin í sigurleik Fram gegn Stjörnunni, mætti til vinnu í bílaumboðið Öskju í morgun. „Ég nenni ekki að vera heima, þótt ég megi vera heima. Það er skemmtilegra að vera á meðal fólks,“ segir Karen í samtali við Vísi. Karen birti myndband af aðgerðinni á hásin sinni á Instagram. Eflaust finnst einhverjum óþægilegt að horfa á það enda hefur Instagram sett varnagla á birtingu myndbandsins sem sjá má hér að neðan. Karen segir hlutina hafa gerst hratt eftir að hún sleit hásin á miðvikudagskvöldið í síðustu viku.Íslenska landsliðið og Fram mun sakna krafta leikstjórnandans næstu fimm mánuðina.Vísir/Vilhelm„Ég hitti sérfræðing á föstudagsmorgun og hann sagði að ég gæti komið í aðgerð samdægurs,“ segir Karen. Það eina var að hún yrði að vera vakandi í aðgerðinni þar sem svæfingalæknir væri ekki laus. „Svæfingalæknirinn var í jarðarför,“ segir Karen sem var staðdeyfð. Þannig segist hún ekki hafa fundið fyrir sársauka en þó fundið fyrir því að krukkað væri í fótinn og hásinin toguð til. Hjúkrunarfræðingurinn tók upp myndband fyrir Karen, sem hún svo birti vinum og vandamönnum á Instagram. „Mig langaði ekki að sjá þetta á meðan ég var í aðgerð,“ segir Karen. Hún skellir upp úr þegar blaðamaður spyr hana hvort hún sé grjóthörð, hafi jafnvel ekki fellt tár síðan í leikskóla. „Nei nei, ég fer oft að gráta. Þetta var bara einhvern veginn ekki vont. Það er meira „creepy“ að vera svæfð,“ segir Karen sem hefur verið heppin með meiðsli hingað til á ferlinum. Þetta er í fyrsta skipti sem hún gengst undir aðgerð vegna meiðsla. Karen segir aðgerðina hafa gengið vel og sömuleiðis að sauma. Hún verður í gifsi út næstu viku en þá verður það fjarlægt. Hún reiknar með því að vera á hliðarlínunni í um fimm mánuði en ætlar svo að mæta til leiks í síðari hluta Olísdeildarinnar en Fram er einmitt spáð Íslandsmeistaratitlinum. Ballið byrjar á morgun þegar Fram tekur á móti Gróttu. Karen ætlar að sjálfsögðu að styðja við bakið á sínum stelpum, á hækjunum.Rétt er að minna á að Seinni bylgjan verður með upphitunarþátt sinn fyrir Olísdeild kvenna á Stöð 2 Sport í kvöld klukkan 21. Þátturinn er í opinni dagskrá og verður sömuleiðis sýndur hér á Vísi. Hásinin komin í lag og allir ferskir A post shared by Karen Knútsdóttir (@karenknuts) on Sep 8, 2017 at 1:51pm PDT
Olís-deild kvenna Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Sjá meira