Forsetinn ómyrkur í máli um uppreist æru: „Við óbreytt ástand verður ekki unað“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2017 14:58 Forseti Íslands við þingsetningu í dag. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. Hann sagðist jafnframt fagna því að stjórnvöld hyggist endurskoða lög um uppreist æru. „Þau sjónarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta íslands. þetta geri ég ekki að umtalsefni nú vegna þess að sá þáttur sé brýnni en aðrir þegar rætt er um breytingar á grunnsáttmála okkar. Heldur liggur beint við að huga að honum vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans,“ sagði forsetinn meðal annars. Þar átti hann við mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar sem báðir hlutu uppreist æru á síðasta ári eftir að hafa afplánað dóma fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Var forsetinn harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að mál Roberts Downey kom upp á ný, en það er forseti íslands sem veitir fólki uppreist æru eftir tillögu ráðherra. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóm. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til. Vissulega eiga þeir sem hafa tekið út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir ollu öðrum eftir annari slóð en fyrr. Á þeirri vegferð yrði einlæg iðrun og yfirbót eflaust til góðs.“Verðum að læra af biturri reynslu Hann sagði jafnframt að það að fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hafi ekkert með æru að gera. „Þá er það sjónarmið skynsamlegt, sem alþingismenn hafa lýst, að endurheimt ýmissa réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var.“ „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði. Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.“ Ábyrgð skipti sköpum Hann segir að þó að valdhafar megi ekki feykjast til og frá með vindum líðandi stundar þá ætlist fólk til þess að þeir hlusti, sjái að sér þegar þess er þörf og axli ábyrgð.Forseti Íslands við þingsetningu í dag.Vísir/Anton„Ábyrgð skiptir sköpum í samfélagi okkar og stjórnskipun. Stjórnarskráin geymir þau ákvæði að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, hann lætur ráðherra framkvæma vald sitt og bera þeir ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum,“ sagði hann. „En alltaf stendur eftir annarskonar ábyrgð. Ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu sem kýs sér forseta, ábyrgð gagnvart eigin samvisku og ekki síst sú ábyrgð og skylda að færa mál til betri vegar þegar því verður við komið. Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“Forsetinn hefur áður rætt mál Roberts Downey opinberlega, en í júní þegar málið vakti fyrst athygli sagðist hann vera miður sín. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi veitir forseti einstaklingum uppreist æru að tillögu þess ráðherra sem fer með dómsmál. Hann undirstrikaði þá að ákvörðunin sé ekki tekin af honum heldur ráðherra.Ábyrgðarleysi forsetans tímaskekkja Hann benti jafnframt á í dag að á næsta ári eru 100 ár frá því að ísland varð frjálst og fullvalda ríki og árið 1920 eru 100 ár síðan Íslendingar fengu nýja stjórnarskrá. Til standi að endurskoða stjórnarskrána og því er vel við hæfi að gera það um það leyti sem 100 ára afmæli fullveldisins er fagnað. Mikilvægt sé að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá og segja berum orðum hvenær hann ber ábyrgð á stjórnvaldsákvörðunum og hvenær hans eina hlutverk er að staðfesta þær. „Loks varðar miklu að völd og ábyrgð fari saman. Stjórnarskrárbundið ábyrgðarleysi forseta sem felur samt í sér ábyrgð á ákvörðunum annarra á ekki heima í stjórnsýslu samtímans.“ Uppreist æru Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við þingsetingu í dag að við endurskoðun á stjórnarskrá íslands verði sérstaklega lögð áhersla á að skerpa línur um hlutverk og ábyrgð forseta. Hann sagðist jafnframt fagna því að stjórnvöld hyggist endurskoða lög um uppreist æru. „Þau sjónarmið hafa lengi heyrst í samfélaginu og þessum sal að skilgreina þurfi betur í stjórnarskrá völd og ábyrgð forseta íslands. þetta geri ég ekki að umtalsefni nú vegna þess að sá þáttur sé brýnni en aðrir þegar rætt er um breytingar á grunnsáttmála okkar. Heldur liggur beint við að huga að honum vegna nýlegra álitamála um stjórnskipulega stöðu forsetans,“ sagði forsetinn meðal annars. Þar átti hann við mál Roberts Downey og Hjalta Sigurjóns Haukssonar sem báðir hlutu uppreist æru á síðasta ári eftir að hafa afplánað dóma fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Var forsetinn harðlega gagnrýndur í kjölfar þess að mál Roberts Downey kom upp á ný, en það er forseti íslands sem veitir fólki uppreist æru eftir tillögu ráðherra. „Fyrr í sumar brugðust fjölmargir ókvæða við þegar kynferðisbrotamenn fengu uppreist æru eftir afplánun dóm. Engu skipti að stuðst var við lög og ríka hefð um framkvæmdina. Þetta skipti engu vegna þess að lagahugtakið uppreist æru þykir úrelt og villandi. Löngu er tímabært að það heyri sögunni til. Vissulega eiga þeir sem hafa tekið út dóm að feta áfram lífsins göngu þrátt fyrir þær þjáningar sem þeir ollu öðrum eftir annari slóð en fyrr. Á þeirri vegferð yrði einlæg iðrun og yfirbót eflaust til góðs.“Verðum að læra af biturri reynslu Hann sagði jafnframt að það að fólk geti hlotið borgaraleg réttindi á ný að lokinni betrunar- og refsivist hafi ekkert með æru að gera. „Þá er það sjónarmið skynsamlegt, sem alþingismenn hafa lýst, að endurheimt ýmissa réttinda megi skilyrða og takmarka að lögum í ljósi þess afbrots sem framið var.“ „Við verðum að læra af biturri reynslu og bæta um betur. Sá ásetningur Alþingis og ríkisstjórnar að breyta ákvæðum laga um uppreist æru gefur mér von um að svo fari. Þá verður heiðurinn þeirra sem brotið var á og neituðu að bera harm sinn í hljóði. Fólk í frjálsu lýðræðissamfélagi á að láta í sér heyra þegar því er misboðið.“ Ábyrgð skipti sköpum Hann segir að þó að valdhafar megi ekki feykjast til og frá með vindum líðandi stundar þá ætlist fólk til þess að þeir hlusti, sjái að sér þegar þess er þörf og axli ábyrgð.Forseti Íslands við þingsetningu í dag.Vísir/Anton„Ábyrgð skiptir sköpum í samfélagi okkar og stjórnskipun. Stjórnarskráin geymir þau ákvæði að forseti er ábyrgðarlaus af stjórnarathöfnum, hann lætur ráðherra framkvæma vald sitt og bera þeir ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum,“ sagði hann. „En alltaf stendur eftir annarskonar ábyrgð. Ábyrgð gagnvart fólkinu í landinu sem kýs sér forseta, ábyrgð gagnvart eigin samvisku og ekki síst sú ábyrgð og skylda að færa mál til betri vegar þegar því verður við komið. Sú er raunin núna. Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið.“Forsetinn hefur áður rætt mál Roberts Downey opinberlega, en í júní þegar málið vakti fyrst athygli sagðist hann vera miður sín. Samkvæmt núverandi fyrirkomulagi veitir forseti einstaklingum uppreist æru að tillögu þess ráðherra sem fer með dómsmál. Hann undirstrikaði þá að ákvörðunin sé ekki tekin af honum heldur ráðherra.Ábyrgðarleysi forsetans tímaskekkja Hann benti jafnframt á í dag að á næsta ári eru 100 ár frá því að ísland varð frjálst og fullvalda ríki og árið 1920 eru 100 ár síðan Íslendingar fengu nýja stjórnarskrá. Til standi að endurskoða stjórnarskrána og því er vel við hæfi að gera það um það leyti sem 100 ára afmæli fullveldisins er fagnað. Mikilvægt sé að skýra hlutverk forseta í stjórnarskrá og segja berum orðum hvenær hann ber ábyrgð á stjórnvaldsákvörðunum og hvenær hans eina hlutverk er að staðfesta þær. „Loks varðar miklu að völd og ábyrgð fari saman. Stjórnarskrárbundið ábyrgðarleysi forseta sem felur samt í sér ábyrgð á ákvörðunum annarra á ekki heima í stjórnsýslu samtímans.“
Uppreist æru Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira