Tók sjúkrabíl klukkutíma að komast á Ólafsfjörð: „Þetta er ófremdarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. september 2017 22:26 Sjúkrabíllinn þurfti að koma frá Dalvík, sækja sjúklinginn á Ólafsfjörð og flytja hann svo til Siglufjarðar. Það tók því rúman klukkutíma frá því að hringt var á Neyðarlínuna og þar til sjúklingurinn var kominn undir læknishendur. loftmyndir.is Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“ Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Það tók sjúkrabíl heilan klukkutíma að komast í útkall á Ólafsfirði í hádeginu í dag en bakvakt sjúkrabíls í bænum var lögð af í sumar. Sjúkrabílar eru nú tiltækir á Siglufirði og Dalvík. Nanna Árnadóttir, íbúi á Ólafsfirði, hringdi klukkan 12:39 í dag í Neyðarlínuna og bað um sjúkrabíl fyrir bakveikan föður sinn sem var kvalinn af verkjum. „Við biðum og biðum og svo klukkan 13:10 þá hringir læknirinn í föður minn og spyr hann út í hvernig hann er og segir að það verði sendur bíll. En ég vissi að það myndi taka tíma því við vorum búin að sjá að bíllinn sem er staðsettur á Siglufirði fór í gegnum bæinn hjá okkur en hann var ekki að koma til okkar heldur að fara með annan sjúkling á Akureyri,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Sjúkrabíllinn þurfti því að koma frá Dalvík og því leið klukkutími þar til hann kom og náði í föður Nönnu. Þá átti síðan eftir að keyra honum á heilbrigðisstofnunina á Siglufirði en 17 kílómetrar eru frá Ólafsfirði til Siglufjarðar. Því leið í raun meira en klukkutími frá því að Nanna hringdi á sjúkrabílinn og þar til faðir hennar var kominn undir læknishendur. „Þetta er ófremdarástand og fólk hér í bænum er mjög reitt og sárt yfir því að bílnum skuli hafa verið lagt. Þetta er örugglega ekkert einsdæmi því heilbrigðiskerfinu okkar er alltaf að hraka. Bæjarbúar eru frekar óttaslegnir og bíða bara eftir því að eitthvað komi upp á,“ segir Nanna og bendir á að fyrsti vetur íbúa Ólafsfjarðar án sjúkrabíls sé framundan.Klukkutími alls ekki ásættanlegur tími Jón Valgeir Baldursson er einn í minnihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar og íbúi á Ólafsfirði. Hann segir það leggjast mjög illa í bæjarbúa að enginn sjúkrabíll sé í bænum og þó að hann geti ekki talað fyrir meirihlutann í bæjarstjórn þá viti hann að þetta leggist heldur ekki vel í bæjarfulltrúana. Upphaflega átti að leggja sjúkrabílnum á Ólafsfirði á seinasta ári en íbúar mótmæltu því harðlega og söfnuðu undirskriftum gegn þeirri ákvörðun. Nú er bíllinn hins vegar farinn og segir Jón Valgeir ákvörðunin liggja hjá stjórn Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör varðandi það hvers vegna bílnum var lagt. „Við fáum ekki þau svör að þetta sé til þess að spara pening heldur að þetta hafi með menntun sjúkraflutningamannanna að gera. Ég var einn af þeim sem var í sjúkraflutningunum og er með grunnmenntunina auk fleiri manna og svo voru aðrir sem voru að bíða eftir því að taka grunnmenntunina til að geta sinnt þessu starfi. Forstjóri HSN bar samt menntun sjúkraflutningamanna fyrir sig en það er bara ekki rétt þannig að við fengum aldrei nein skýr svör um þetta,“ segir Jón Valgeir. Þá hafi hann leitað til heilbrigðisráðherra vegna málsins en ekki fengið nein svör þaðan. Jón Valgeir segir það alls ekki ásættanlegt að það taki sjúkrabíl klukkutíma að komast á staðinn og að málið varði allan Tröllaskaga. „Þegar við vorum í þessu þá var okkur sagt að ásættanlegur tími væri tíu mínútur.“
Heilbrigðismál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira