Fótbolti

Hló framan í Neymar sem er bara eins og „hver annar leikmaður“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Anthony Ralston lét Neymar finna til tevatnsins í leiknum.
Anthony Ralston lét Neymar finna til tevatnsins í leiknum. Vísir/Getty
Anthony Ralston, hinn átján ára gamli leikmaður Celtic sem fékk það verkefni að dekka Neymar í leik liðsins við PSG í gær, virðist ekki hafa haft miklar áhyggjur af verkefni gærdagsins. Hann segir að dýrasti knattspyrnumaður heims sé bara eins og „hver annar leikmaður“.

Ralston spilaði ansi harkalega gegn Neymar í opnunarleik B-riðils Meistaradeildarinnar. Lét hann Brasilíumanninn finna fyrir því á löngum köflum í leiknum. Á einum tímapunkti leiksins hló hann framan í Neymar og í leikslok virtust þeir eiga eitthvað ósagt við hvorn annann.

Í samtali við Sky sagði Ralston að mikilvægt sé að vera ekki hræddur við leikmenn á borð við Neymar, sem skoraði fyrsta mark leiksins.

„Ég var ekki hræddur við hann. Hann er bara eins og hver annar leikmaður á vellinum fyrir mér,“ segir Ralston. „Það sem maður þarf að gera á móti svona leikmönnum er að láta þá finna fyrir því snemma leiks.“

Aðspurður um hvað Neymar hafi sagt við hann í leikslok vildi Ralston lítið tjá sig.

„Mér er eiginlega alveg sama. Við skiptumt á nokkrum orðum en það var ekkert alvarlegt. Svona er fótboltinn.“

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×