Um elliglöp Steinunn Þórðardóttir og María K. Jónsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steinunn Þórðardóttir Eldri borgarar Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á dögunum bárust þær fréttir frá dönsku konungsfjölskyldunni að Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefði greinst með heilabilun. Fréttinni var samdægurs slegið upp í hérlendum vefmiðlum undir þeirri fyrirsögn að prinsinn hefði greinst með „elliglöp“. Í tilefni af þessu þykir undirrituðum mikilvægt að benda á að orðið „elliglöp“ er úrelt og á engan hátt lýsandi fyrir þann sjúkdóm sem prinsinn er greindur með. Sé farið á síðu dönsku konungsfjölskyldunnar og upphaflega fréttatilkynningin skoðuð er þar talað um að prinsinn hafi greinst með „demens“, en rétt íslensk þýðing á því orði er heilabilun. Því miður er orðið „elliglöp“ ekki einungis að finna í fjölmiðlum og í almennri umræðu því það kemur enn fyrir í ræðu og riti meðal fræðimanna hérlendis. Heilabilun felur í sér að einstaklingur sé með einkenni vitrænnar skerðingar sem farin eru að hafa það mikil áhrif á daglegt líf að hann getur ekki lengur bjargað sér án aðstoðar annarra. Heilabilun getur átt sér margar undirliggjandi orsakir, m.a. Alzheimer sjúkdóm, hjarta- og æðasjúkdóma og Lewy sjúkdóm. Einn áhættuþátta heilabilunar er hækkandi aldur, en heilabilun er mun algengari hjá eldri einstaklingum en þeim sem yngri eru. Þessi aukna áhætta með hækkandi aldri á þó raunar við um flesta sjúkdóma og því sérstakt að tengja heilabilun sérstaklega við elli á þennan hátt. Heilabilun getur greinst hjá einstaklingum á öllum aldri og er orðið „elliglöp“ í þessu tilviki því bæði rangt og villandi. Eins fær meirihluti þeirra sem ná háum aldri aldrei heilabilun og er hún alls óskyld eðlilegri öldrun. Sá misskilningur að eðlilegt sé að fólk þrói með sér heilabilun með hækkandi aldri hefur lengi staðið rannsóknum og greiningu á heilabilunarsjúkdómum á borð við Alzheimer sjúkdóm fyrir þrifum. Orð eins og „elliglöp“ eða hugtök á borð við að verða „kalkaður“ eða „elliær“ ýta undir þá hugmynd að heilabilunareinkenni séu eðlileg hjá öldruðum og lítið við þeim að gera. Að auki eru þau niðrandi fyrir þann stóra hóp einstaklinga sem glímir við heilabilunarsjúkdóma. Við leggjum til að þessi orð og hugtök verði hér með lögð á hilluna og í staðinn verði talað um heilabilun þegar lýsa á afleiðingum þeirra sjúkdóma sem minnst var á hér að ofan. Heilabilun á sér hliðstæðu í öðrum orðum um sjúkdóma í íslensku máli, s.s. nýrnabilun og hjartabilun og er því góður kostur. Höfundar starfa báðar á Minnismóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss á Landakoti. Steinunn Þórðardóttir er öldrunarlæknir. María K. Jónsdóttir er Ph.D., sérfræðingur í klínískri taugasálfræði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun