Game of Thrones: Koma í veg fyrir spennuspilla með mörgum lokaatriðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2017 11:28 Systkinin Jaime og Cersei Lannister eiga í nánari sambandi en skipulagsfulltrúar geta sætt sig við. HBO Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda. Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður. Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina. „Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys. Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.) Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda. Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður. Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina. „Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys. Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.)
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45