Hækkun olíugjalda umdeild þótt verðið sé sögulega lágt Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2017 10:30 Kolefnisgjaldi er ætlað að draga úr eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti eins og bensíni og draga þannig úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Ernir Þrátt fyrir að verð fyrir hvern ekinn kílómetra sé sögulega lágt og ríki heims leiti nú allra leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga hefur hugmyndum um að hækka kolefnisgjald á Íslandi verið tekið misjafnlega. Tveir líklegustu flokkarnir til að sitja í næstu ríkisstjórn slá varnagla eða lýsa efasemdum um hækkun gjalda á jarðefnaeldsneyti. Fráfarandi fjármálaráðherra lagði til að tvöfalda kolefnisgjald og hækka álögur á jarðefnaeldsneyti í fjárlagafrumvarpi sem hann kynnti um miðjan september. Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi áttu að tvöfaldast og vörugjöld á bensíni og díselolíu áttu einnig að hækka. Boðaða hækkunin vakti strax hörð viðbrögð hjá Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem gagnrýndi „gríðarlegar skattahækkanir“ ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið sagði frá því í sömu viku og frumvarpið var kynnt að vafasamt væri hvort að meirihluti væri á meðal sjálfstæðismanna fyrir fjárlagafrumvarpinu, meðal annars vegna hærri gjalda á jarðefnaeldsneyti.Alþjóðastofnanir hvetja til gjalds á kolefniKolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið til umræðu víða um heim. Það hefur verið nefnt sem vænleg aðferð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Með því að setja verð á kostnað sem hlýst af bruna jarðefnaeldsneytisins sé kominn neikvæður hvati fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr notkun sinni á bensíni og olíu. John Holdren, fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama í forsetatíð hans, sagði Vísi þegar hann var staddur hér á landi í síðustu viku að nærri því allir hagfræðingar, hvort sem þeir hallist til hægri eða vinstri, séu sammála um að kolefnisgjald sé skilvirkasta leiðin til þess að draga úr losun. „Það er einfaldasta, beinskeyttasta og skilvirkasta leiðin því ef þú finnur rétta skatthlutfallið mun markaðurinn finna hagkvæmustu leiðina til að draga úr losuninni miðað við skattinn,“ segir Holdren. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru á meðal þeirra alþjóðastofnana sem hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að verðleggja kolefnisbruna.Kolefnisgjald legst ofan á verð á hvern lítra af jarðefnaeldsneyti. Það verður 11 kr. á bensínlítrann og 12,60 á dísilolíu.Vísir/StefánÍ skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um loftslagsmál sem kom út fyrr á þessu ári var talið líklegt að álagning kolefnisgjalds og ívilnanir í þágu raf- og tvinnbíla hafi dregið úr aukningu á útstreymi gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2011. Mikilvægt væri að stjórnvöld héldu áfram þessum aðgerðum til að ná árangri áfram. Þar kom einnig fram að Íslandi myndi ekki ná alþjóðlegum skulbindingum sínum um samdrátt losunar að óbreyttu.Hafa ekki reiknað út kostnaðinn við að ná loftslagsmarkmiðumGunnar Tryggvason, sérfræðingur í orkumálum hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG, segir að kolefnisgjald sé sú leið sem ríki heims séu almennt að fara til að draga úr losun sinni. Þannig hafi Svíar ákveðið að skattleggja olíu og bensín í samræmi við þann kostnað sem mun hljótast af því að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum í tengslum við Parísarsamkomulagið. Kolefnisgjaldið þar hafi verið tífalt hærra en á Íslandi. „Við höfum ekki reiknað út á Íslandi hver okkar kostnaður verður við að ná okkar 40% markmiðum fyrir 2030,“ segir Gunnar. Hann bendir þó á að kolefnisgjaldið á Íslandi sé i raun mun hærra. Vörugjöld á bensín og olíu fari ekki lengur aðeins í innviði vegakerfisins og því séu þau í raun ígildi kolefnisgjalds. „Ef menn færu að skera upp kerfið og búa til þessi gjöld upp á nýtt þá væri kannski heildarálagning á bensín í dag svipuð og ef menn færu sænsku leiðina en gjöldin hétu bara annað,“ segir Gunnar.Koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu er aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar.Vísir/EPAMeiri hækkun hafi meiri áhrif Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir er dæmi um kolefnisgjald sem Gunnar segir að hafi gefist vel. Svo vel hafi gengið að ná markmiðum um samdrátt losunar með því að til standi að setja frekari skyldur á herðar stórfyrirtækjanna sem falla undir það um að draga úr losun. Hugmyndin með kolefnisgjaldi er að það dragi úr eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti eins og olíu og bensíni. Verðið á bensínlítranum verði beinlínis til þess að bíleigendur aki bílum sínum minna. Spurður að því hvort að tvöföldun kolefnisgjaldsins eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu sé nægileg til þess að stjórnvöld nái markmiðum sínum um samdrátt losunar segist Gunnar ekki geta svarað því þar sem að engin markmið um samdrátt af völdum gjaldsins séu nefnd í frumvarpinu. Engu að síður telur hann að hærra gjald á jarðefnaeldsneyti almennt hafi sín áhrif með því að draga úr eftirspurn. „Ég er alveg sannfærður um að hver króna í hækkun hefur einhvern mátt. Meiri hækkun hefur meiri áhrif en það er ekkert sem segir okkur að það þurfi að fara yfir einhvern þröskuld til að það byrji að hafa áhrif,“ segir hann.Verðið á kílómetra sögulega lágt Aðstoðarmaður fráfarandi fjármálaráðherra, Gylfi Ólafsson, varði tillögu Benedikts Jóhannessonar um að hækka kolefnisgjald í grein í Kjarnanum í byrjun mánaðar, meðal annars með þeim rökum að ekinn kílómetri hafi orðið ódýrari undanfarin ár. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, tekur undir að olíuverð á hvern ekinn kílómetra sé lágt í sögulegu samhengi. Það sé sá samanburður sem bíleigendur ættu raunverulega að miða við.Sigurður Ingi Friðleifsson bendir á að kolefnisgjald geri aðra valkosti við akstur hagkvæmari.Þannig hefur kaupmáttur á Íslandi aldrei verið meiri og gengi krónunnar er sterkt og heimsmarkaðsverð á olíu lágt í sögulegu samhengi. Ofan á þetta bætist að bílar eru mun sparneytnari nú en áður. Sigurður Ingi segir að nærri láti að nútímabílar eyði aðeins þriðjungi þess eldsneytis sem bílar gerðu fyrir tuttugu árum. „Sögulega erum við ekki að borga mikið fyrir kílómetrann þó að verið sé að hækka skatta. Í því umhverfi að við viljum verða grænni og þurfum að standast skuldbindingar er þetta kannski ekki eins rosaleg hækkun eins og stór hluti landsmanna er að tala um,“ segir hann. Sigurður Ingi segir að gjöld á jarðefnaeldsneyti hafi áhrif á neytendur, jafnvel þó að áhrifin geti verið lúmsk. „Þetta getur verið lítið. Þú ert kannski slakari á inngjöfinni fyrir vikið eða segir í tvö skipti í ári að þú farir frekar labbandi. Þegar þetta legst saman á tvö hundruð þúsund ökumenn þá fer þetta að vigta,“ segir hann.Efasemdir og varnaglar hjá líklegum ríkisstjórnarflokkum Skoðanakannanir benda eindregið til þess að engin ríkisstjórn verði mynduð eftir þingkosningar 28. október án þátttöku annað hvort Vinstri grænna eða Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar beggja flokka hafa þó lýst efasemdum, andstöðu og varnöglum við hækkun neikvæðra hvata á jarðefnaeldsneyti.Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir VG almennt hlynnt grænum sköttum en telur að mögulega þurfi að koma til móts við landsbyggðarfólk.Vísir/StefánVinstri græn hafa almennt sagst jákvæð í garð grænna skatta. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fagnaði áformunum um hækkun umhverfisskatta í fjárlagafrumvarpinu. Á sama tíma hefur formaðurinn hins vegar sagt að álögur á almenning verði ekki hækkaðar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og oddviti í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn fylgjandi grænum sköttum og því hlynntan hækkun kolefnisgjalds. Hún slær hins vegar varnagla vegna mögulegra áhrifa á íbúa á landsbyggðinni sem sumir telja að gjöld á eldsneyti komi sérstaklega illa við. „Ef staðreyndin er sú, sem margir hafa áhyggjur af, að þetta bitni frekar á landsbyggðinni þurfum við að velta fyrir okkur alvarlega hvort að við þurfum að taka til einhverra mótvægisaðgerða,“ segir Rósa Björk.Ekki nægilega rökstuddar hækkanirEfasemdir Sjálfstæðisflokksins hafa verið veigameiri. Eftir stjórnarslitin lýsti Páll Magnússon, þingmaður flokksins, því yfir að ekki hafi staðið til að styðja fjárlagafrumvarpið og nefndi hann sérstaklega hækkanir á eldsneytisgjöldum í þeim efnum. Bryndís Haraldsdóttir, frambjóðandi flokksins í Kraganum og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd á fráfarandi þingi, segir Sjálfstæðisflokkinn standa fyrir skattalækkanir frekar en hækkanir. Á sama tíma sé hann umhverfisflokkur sem styður orkuskipti í samgöngum. Hún leggst gegn hækkunum á gjöld á jarðefnaeldsneyti í þeim mæli sem lagt var til í fjárlagafrumvarpinu. „Ég held að afstaða okkar miðist af því að þær aðgerðir sem farið er í til að ýta enn frekar undir orkuskipti í samgöngum þurfi að vera sanngjarnar og ljóst að þær nái þeim árangri sem þeim er ætlað að ná,“ segir Bryndís.Bryndís segir að töluverður ívilnunarmunur sé til staðar nú þegar á milli jarðefnaeldsneyti og rafmagns.Hún telur að þær tillögur sem lágu fyrir í fjárlagafrumvarpinu hafi ekki verið nægilega vel rökstuddar og ekki hafi verið víst að það sem hún kallar miklar hækkanir hefðu skilað meiri árangri. Þær hefðu bitnað hart á landsbyggðinni sérstaklega en auk þess hafi ekki allir efni á að kaupa sér rafbíla sem séu enn tiltölulega dýrir. Bryndís segir sjálfstæðismenn þó ekki útiloka kolefnisgjald. Hægt sé að koma á öðrum hvötum til orkuskipta eins og niðurgreiðslu á rafbílum og orkuskipti í ferðaþjónustu og almenningssamgöngum. „Það getur vel verið að hægt sé að finna einhverja málamiðlun en okkar grunnafstaða er sú að hún þurfi að vera mjög vel rökstudd, að hún nái árangri umfram það sem við erum að ná í dag, að hún hafi ekki veigamikil áhrif á lán heimilanna í landinu og að hún bitni ekki harkalega á landsbyggðinni eða að það verði að minnsta kosti farið í einhverjar mótvægisaðgerðir á móti,“ segir hún. Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Þrátt fyrir að verð fyrir hvern ekinn kílómetra sé sögulega lágt og ríki heims leiti nú allra leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga hefur hugmyndum um að hækka kolefnisgjald á Íslandi verið tekið misjafnlega. Tveir líklegustu flokkarnir til að sitja í næstu ríkisstjórn slá varnagla eða lýsa efasemdum um hækkun gjalda á jarðefnaeldsneyti. Fráfarandi fjármálaráðherra lagði til að tvöfalda kolefnisgjald og hækka álögur á jarðefnaeldsneyti í fjárlagafrumvarpi sem hann kynnti um miðjan september. Tekjur ríkisins af kolefnisgjaldi áttu að tvöfaldast og vörugjöld á bensíni og díselolíu áttu einnig að hækka. Boðaða hækkunin vakti strax hörð viðbrögð hjá Runólfi Ólafssyni, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem gagnrýndi „gríðarlegar skattahækkanir“ ríkisstjórnarinnar. Morgunblaðið sagði frá því í sömu viku og frumvarpið var kynnt að vafasamt væri hvort að meirihluti væri á meðal sjálfstæðismanna fyrir fjárlagafrumvarpinu, meðal annars vegna hærri gjalda á jarðefnaeldsneyti.Alþjóðastofnanir hvetja til gjalds á kolefniKolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti hefur lengi verið til umræðu víða um heim. Það hefur verið nefnt sem vænleg aðferð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að berjast gegn hnattrænni hlýnun af völdum manna. Með því að setja verð á kostnað sem hlýst af bruna jarðefnaeldsneytisins sé kominn neikvæður hvati fyrir einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr notkun sinni á bensíni og olíu. John Holdren, fyrrverandi vísindaráðgjafi Baracks Obama í forsetatíð hans, sagði Vísi þegar hann var staddur hér á landi í síðustu viku að nærri því allir hagfræðingar, hvort sem þeir hallist til hægri eða vinstri, séu sammála um að kolefnisgjald sé skilvirkasta leiðin til þess að draga úr losun. „Það er einfaldasta, beinskeyttasta og skilvirkasta leiðin því ef þú finnur rétta skatthlutfallið mun markaðurinn finna hagkvæmustu leiðina til að draga úr losuninni miðað við skattinn,“ segir Holdren. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna, Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru á meðal þeirra alþjóðastofnana sem hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að vinna gegn loftslagsbreytingum með því að verðleggja kolefnisbruna.Kolefnisgjald legst ofan á verð á hvern lítra af jarðefnaeldsneyti. Það verður 11 kr. á bensínlítrann og 12,60 á dísilolíu.Vísir/StefánÍ skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um loftslagsmál sem kom út fyrr á þessu ári var talið líklegt að álagning kolefnisgjalds og ívilnanir í þágu raf- og tvinnbíla hafi dregið úr aukningu á útstreymi gróðurhúsalofttegunda eftir árið 2011. Mikilvægt væri að stjórnvöld héldu áfram þessum aðgerðum til að ná árangri áfram. Þar kom einnig fram að Íslandi myndi ekki ná alþjóðlegum skulbindingum sínum um samdrátt losunar að óbreyttu.Hafa ekki reiknað út kostnaðinn við að ná loftslagsmarkmiðumGunnar Tryggvason, sérfræðingur í orkumálum hjá ráðgjafarfyrirtækinu KPMG, segir að kolefnisgjald sé sú leið sem ríki heims séu almennt að fara til að draga úr losun sinni. Þannig hafi Svíar ákveðið að skattleggja olíu og bensín í samræmi við þann kostnað sem mun hljótast af því að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum í tengslum við Parísarsamkomulagið. Kolefnisgjaldið þar hafi verið tífalt hærra en á Íslandi. „Við höfum ekki reiknað út á Íslandi hver okkar kostnaður verður við að ná okkar 40% markmiðum fyrir 2030,“ segir Gunnar. Hann bendir þó á að kolefnisgjaldið á Íslandi sé i raun mun hærra. Vörugjöld á bensín og olíu fari ekki lengur aðeins í innviði vegakerfisins og því séu þau í raun ígildi kolefnisgjalds. „Ef menn færu að skera upp kerfið og búa til þessi gjöld upp á nýtt þá væri kannski heildarálagning á bensín í dag svipuð og ef menn færu sænsku leiðina en gjöldin hétu bara annað,“ segir Gunnar.Koltvísýringur sem losnar við bruna jarðefnaeldsneytis eins og kola og olíu er aðalorsakavaldur hnattrænnar hlýnunar.Vísir/EPAMeiri hækkun hafi meiri áhrif Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir er dæmi um kolefnisgjald sem Gunnar segir að hafi gefist vel. Svo vel hafi gengið að ná markmiðum um samdrátt losunar með því að til standi að setja frekari skyldur á herðar stórfyrirtækjanna sem falla undir það um að draga úr losun. Hugmyndin með kolefnisgjaldi er að það dragi úr eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti eins og olíu og bensíni. Verðið á bensínlítranum verði beinlínis til þess að bíleigendur aki bílum sínum minna. Spurður að því hvort að tvöföldun kolefnisgjaldsins eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu sé nægileg til þess að stjórnvöld nái markmiðum sínum um samdrátt losunar segist Gunnar ekki geta svarað því þar sem að engin markmið um samdrátt af völdum gjaldsins séu nefnd í frumvarpinu. Engu að síður telur hann að hærra gjald á jarðefnaeldsneyti almennt hafi sín áhrif með því að draga úr eftirspurn. „Ég er alveg sannfærður um að hver króna í hækkun hefur einhvern mátt. Meiri hækkun hefur meiri áhrif en það er ekkert sem segir okkur að það þurfi að fara yfir einhvern þröskuld til að það byrji að hafa áhrif,“ segir hann.Verðið á kílómetra sögulega lágt Aðstoðarmaður fráfarandi fjármálaráðherra, Gylfi Ólafsson, varði tillögu Benedikts Jóhannessonar um að hækka kolefnisgjald í grein í Kjarnanum í byrjun mánaðar, meðal annars með þeim rökum að ekinn kílómetri hafi orðið ódýrari undanfarin ár. Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, tekur undir að olíuverð á hvern ekinn kílómetra sé lágt í sögulegu samhengi. Það sé sá samanburður sem bíleigendur ættu raunverulega að miða við.Sigurður Ingi Friðleifsson bendir á að kolefnisgjald geri aðra valkosti við akstur hagkvæmari.Þannig hefur kaupmáttur á Íslandi aldrei verið meiri og gengi krónunnar er sterkt og heimsmarkaðsverð á olíu lágt í sögulegu samhengi. Ofan á þetta bætist að bílar eru mun sparneytnari nú en áður. Sigurður Ingi segir að nærri láti að nútímabílar eyði aðeins þriðjungi þess eldsneytis sem bílar gerðu fyrir tuttugu árum. „Sögulega erum við ekki að borga mikið fyrir kílómetrann þó að verið sé að hækka skatta. Í því umhverfi að við viljum verða grænni og þurfum að standast skuldbindingar er þetta kannski ekki eins rosaleg hækkun eins og stór hluti landsmanna er að tala um,“ segir hann. Sigurður Ingi segir að gjöld á jarðefnaeldsneyti hafi áhrif á neytendur, jafnvel þó að áhrifin geti verið lúmsk. „Þetta getur verið lítið. Þú ert kannski slakari á inngjöfinni fyrir vikið eða segir í tvö skipti í ári að þú farir frekar labbandi. Þegar þetta legst saman á tvö hundruð þúsund ökumenn þá fer þetta að vigta,“ segir hann.Efasemdir og varnaglar hjá líklegum ríkisstjórnarflokkum Skoðanakannanir benda eindregið til þess að engin ríkisstjórn verði mynduð eftir þingkosningar 28. október án þátttöku annað hvort Vinstri grænna eða Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar beggja flokka hafa þó lýst efasemdum, andstöðu og varnöglum við hækkun neikvæðra hvata á jarðefnaeldsneyti.Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir VG almennt hlynnt grænum sköttum en telur að mögulega þurfi að koma til móts við landsbyggðarfólk.Vísir/StefánVinstri græn hafa almennt sagst jákvæð í garð grænna skatta. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, fagnaði áformunum um hækkun umhverfisskatta í fjárlagafrumvarpinu. Á sama tíma hefur formaðurinn hins vegar sagt að álögur á almenning verði ekki hækkaðar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og oddviti í Suðvesturkjördæmi, segir flokkinn fylgjandi grænum sköttum og því hlynntan hækkun kolefnisgjalds. Hún slær hins vegar varnagla vegna mögulegra áhrifa á íbúa á landsbyggðinni sem sumir telja að gjöld á eldsneyti komi sérstaklega illa við. „Ef staðreyndin er sú, sem margir hafa áhyggjur af, að þetta bitni frekar á landsbyggðinni þurfum við að velta fyrir okkur alvarlega hvort að við þurfum að taka til einhverra mótvægisaðgerða,“ segir Rósa Björk.Ekki nægilega rökstuddar hækkanirEfasemdir Sjálfstæðisflokksins hafa verið veigameiri. Eftir stjórnarslitin lýsti Páll Magnússon, þingmaður flokksins, því yfir að ekki hafi staðið til að styðja fjárlagafrumvarpið og nefndi hann sérstaklega hækkanir á eldsneytisgjöldum í þeim efnum. Bryndís Haraldsdóttir, frambjóðandi flokksins í Kraganum og fulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd á fráfarandi þingi, segir Sjálfstæðisflokkinn standa fyrir skattalækkanir frekar en hækkanir. Á sama tíma sé hann umhverfisflokkur sem styður orkuskipti í samgöngum. Hún leggst gegn hækkunum á gjöld á jarðefnaeldsneyti í þeim mæli sem lagt var til í fjárlagafrumvarpinu. „Ég held að afstaða okkar miðist af því að þær aðgerðir sem farið er í til að ýta enn frekar undir orkuskipti í samgöngum þurfi að vera sanngjarnar og ljóst að þær nái þeim árangri sem þeim er ætlað að ná,“ segir Bryndís.Bryndís segir að töluverður ívilnunarmunur sé til staðar nú þegar á milli jarðefnaeldsneyti og rafmagns.Hún telur að þær tillögur sem lágu fyrir í fjárlagafrumvarpinu hafi ekki verið nægilega vel rökstuddar og ekki hafi verið víst að það sem hún kallar miklar hækkanir hefðu skilað meiri árangri. Þær hefðu bitnað hart á landsbyggðinni sérstaklega en auk þess hafi ekki allir efni á að kaupa sér rafbíla sem séu enn tiltölulega dýrir. Bryndís segir sjálfstæðismenn þó ekki útiloka kolefnisgjald. Hægt sé að koma á öðrum hvötum til orkuskipta eins og niðurgreiðslu á rafbílum og orkuskipti í ferðaþjónustu og almenningssamgöngum. „Það getur vel verið að hægt sé að finna einhverja málamiðlun en okkar grunnafstaða er sú að hún þurfi að vera mjög vel rökstudd, að hún nái árangri umfram það sem við erum að ná í dag, að hún hafi ekki veigamikil áhrif á lán heimilanna í landinu og að hún bitni ekki harkalega á landsbyggðinni eða að það verði að minnsta kosti farið í einhverjar mótvægisaðgerðir á móti,“ segir hún.
Fjárlagafrumvarp 2018 Loftslagsmál Tengdar fréttir Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Kolefnisgjald tvöfaldað til að draga úr losun Ríkisstjórnin leggur til græna skatta á eldsneyti og framlengdar ívilnanir fyrir rafbíla til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 12. september 2017 11:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent